03 janúar 2006

Það var lagið!

..eða ,,fokk jess", einsog kaninn myndi segja.

Nú líður senn að endalokum ,,Arrested Development" hjá Fox, og óvíst með hvort þættirnir haldi áfram göngu hjá annarri sjónvarpsstöð. Eiginlega frekar ólíklegt.. En þegar ég heyrði fyrst af þessu sagði ég þetta hér:

,,Ég vona bara að fyrst þetta er ákveðið núþegar, þá hafi þetta góða fólk tækifæri til að móta síðustu þættina með þetta í huga og klára dæmið almennilega."

Nú var ég að enda við að horfa á 9. þáttinn í seríunni (þann 5. síðasta) og þeir eru svo sannarlega að snúa þessu sér í hag. Það er vonandi að þeir haldi svona góðum dampi þartil síðasti þátturinn fer í loftið, ég segi ekki annað. Ef svo fer þá var þessi kanselleríng e.t.v. bara af hinu góða. Það allra versta sem hefði getað gerst væri ef þátturinn færi að skríða fyrir áhorfendum í von um meira áhorf og nokkrar þáttaraðir í viðbót, bara til þess að halda áfram. Út með hvelli, skíðlogandi oní gröfina. Svona á að gera það.

Ég sinni samt skyldu minni sem áhorfandi og hvet ykkur til að horfa á þessa þætti og það oft og mikið. Þeir eru sannarlega gott stöff.

-b.

1 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég fer út núna og segi við alla vini mína: ,,Frábært stöff!"