06 janúar 2006

Patent pending

Ég man eftir að hafa lesið um þessa vitleysu fyrir ekki svo löngu síðan, þó ég muni náttúrulega ekki hvar. Nú til dags er víst hægt að fá einkaleyfi á öllum andskotanum, og þá gildir bara að sækja það nóg hart á grundvelli lögfræðinnar. Mér finnst það bara lýsa svo mikilli óskammfeilni að ætla sér að eiga aðferð einsog þessa:
In May, Monteleone received a letter from Cereality's attorney warning him that he may be in violation of a patent application the company had filed for its "methods and system" of selling cereal. These included: "displaying and mixing competitively branded food products" and adding "a third portion of liquid. ... If these rules had applied for the last century, there conceivably could have been patents on everything from drive-thru fast food to overnight shipping."

Og þarna er líka tekið fram að til þess að brjóta ekki á einkaleyfi amazon.com á ,,one-click shopping" aðferðinni varð barnesandnoble.com að bæta við auka-smelli í pöntunarsystemið sitt. Hvílík bilun.

Stóreflis fyrirtæki og vinsælar verslunarsíður eru náttúrulega ekki þeir sem koma verst útúr þessu, en maður sér í hendi sér hversu illa þetta getur komið fyrir fólk sem gæti hugsanlega byggt á og bætt við aðferðir af þessu tagi.

Fyrir nú utan þá hrikalegu tilhugsun sem einnig er snert á þarna, og fjallað var ítarlegar um í The Corporation, að nú geta fyrirtæki faktískt séð fengið einkaleyfi á genasamsetningu einstakra lífvera.

Þetta finnst mér alveg tilvalið dæmi um það að fólk sem á að hafa þekkingu og vald til að stoppa þessa vitleysu af þegar hún fer útí öfgar veit hreinlega ekki hvað það er að gera. Og önnur lönd fylgja í kjölfarið vegna þess að fordæmið er til staðar í bandaríkjunum. Sjáið tildæmis Smáís. Það myndi engum detta í hug að þessir vitleysingar hefðu vald til að gera það sem þeir komast upp með nú til dags ef ekki væri fyrir samskonar hegðun í BNA, þarsem hún þykir eðlileg.. hagsmunahópar sem skipa lögreglunni fyrir (eða sleppa henni jafnvel alfarið og sjá um aðgerðirnar sjálfir) í valdi einkaleyfa, sem áttu upphaflega að vernda kúnnann, ekki fyrirtækið.

Dæmið sem greinin leggur upp með gekk ekki eftir einsog fautarnir hefðu helst viljað, en það er af nógu öðru að taka. Verst þykir mér, einsog ég hef minnst á áður, að Bandaríkin eru ekki bara að sigla sjálfum sér í kaf með þessu rugli, heldur fylgja allir aðrir (að því er virðist) í kjölfarið.

-b.

Engin ummæli: