12 janúar 2006

Deja-blók

Dagurinn var ein löng deja-vu tilfinning með pásum.

Ég finn að það leggst yfir mig einhver lágdeyða. Mórósa. Melankólía? Kannske hálfur svoleiðis. Þetta kann að hafa eitthvað að gera með það að ég var að koma úr vinnunni núna áðan og ég veit að ég þarf að fara aftur þangað á morgun. Sömuleiðis veit ég að ég þarf að fara að sofa bráðum ef ég ætla að halda sólarhringnum á þessu góða róli sem hann hefur nýlega tjúnað sig uppí.

Ég veit ekki hvort ég hef lýst þessu fyrir netinu áður, en hér fer, vegna þess að ég veit ekki hvernig aðrir skoða netið og hefði í sjálfu sér gaman af því að vita það:

Ég er með bookmark-möppu fyrir neðan ,,back" takkann í eldrefnum. Hún heitir ,,blók". Það eru reyndar tvær síður þarna sem teljast kannske ekki til blóka, en þær eru báðar uppfærðar nógu reglulega til að ég nenni að skoða þær daglega. Ég opna semsé eldref, hægrismelli á ,,blók" og vel open in tabs. Þá opnast þessar síður:
Ðatts itt. Áhugaverða tengla opna ég í nýjum flipa, sem birtist aftan við það sem er þegar opið, svo röðin lengist gjarnan aðeins áður en hún fer að minnka. Maður brennir í gegnum helling af upplýsingum en man kannske ekki mikið til langtíma. Fari það og veri.

En núna finnst mér ég þurfa að henda dóti út. Fjallabaksleiðin er tiltölulega nýtilkomin.. mér sýndist vit í þessu fyrst en síðan hafa bara bæst við einhverjar bulllotur og núna hefur ekkert gerst í fleiri daga. Lélegt. Skjálgurinn hefur ekki sagt stakt orð í lengri tíma. Það sama á við um Ými og Kristínu.. Nú eru þessi tvö síðastnefndu (eða þrjú, eitt er í raun par) fólk sem ég þekki og væri til í að lesa meira frá. Og öll þrjú (eða tvö. æ hvað er ég að segja) eru einstaklingar en ekki tengla-óðir pseudo-blaðamenn einsog langflestir hinir. En það er svona.. ef síðan er dauð þá er hún ekkert spennandi.

Kannske ég gæti komið mér upp annarri möppu sem skoðast skyldi vikulega?
Ég skoða slatta af öðrum blókum svona endrum og eins.. einhverja bókmenntafræðinema, darbódettur, finntk og örfáa af þeim sem skráðir eru í blókarann á vitleysingum (hvaða lið er þetta eiginlega?) en það er ekki á reglulegum basís.

Annars er þessi rútína oft á tíðum tímafrek með endemum. Alls ekki leiðinleg, enda renn ég tiltölulega hratt yfir og staldra ekki á hlutum sem vekja ekki athygli.. en þetta er feitur tímaþjófur. Að maður tali nú ekki um stömblið. Brr.

Já líklega hef ég ekkert meira um þetta að segja. Hvernig er það annars, er ekki bara alltí lagi að fíla Editors?

-b.

Engin ummæli: