30 janúar 2006

Bútur úr grein eftir Klock

Greinin heitir ,,X-Men, Emerson, Gnosticism" og ég gæti hafa bent á hana áður.. ég man að ég rakst á hana fyrir löngu síðan, stuttu eftir að ég las How To Read..., en las hana aldrei í gegn (enda var ég þá ekki búinn að lesa X-Men lotuna hans Morrison). En hún er nokkuð skemmtileg. Mig langar eiginlega að tékka á X-Men dótinu hans Mark Millar, þósvo að ég hafi aldrei verið hrifinn af skrifum hans hingað til.

En allavega, Klock snertir hérna á vandamálinu sem háir endalausum myndasögum á borð við X-Men, nefnilega endaleysinu. Nú erum við öll (eða flest?) lesendur bóka og áhorfendur kvikmynda, og höfum þannig vanist því að hlutirnir endi ekki illa.. svona oftast nær. Það gæti verið dálítið bjöguð túlkun á 'bælingu vantrúarinnar'*, en ég held að hún geri manni mögulegt að vera á báðum áttum þegar kemur að því hvort hetjan sleppi lifandi útúr hinu eða þessu. Það sem gerir þessar tilteknu myndasögur frábrugðnar öðrum skáldskap að þessu leyti er að hlutirnir geta í raun og veru ekki endað vel heldur. Bæling vantrúarinnar virkar þannig á báða bóga: Maður er spenntur fyrir hönd aðalpersónanna, á einhverjum tímapunkti er ógnin hrakin í burtu og jafnvægi komið á veröldina aftur (sjúkk, þetta endaði þá ekki illa eftir allt saman), en í næsta tölublaði er jafnvæginu raskað á ný (sjúkk, þetta endaði þá ekki eftir allt saman).

Það að Morrison skuli rannsaka þetta í vægast sagt neikvæðu ljósi** er ekki nýtilkomið (sjá tildæmis Animal Man), og gnostisisminn var mjög áberandi til grundvallar The Invisibles, en að mati Klock rennur þetta tvennt saman í New X-Men:
This is the central problem: the Phoenix is a negative endpoint -- the dark idea that will eventually be produced by evolution's violent progress from Human to Post-Human and beyond -- not a progressive Post-Human utopia, but something completely alien and inhuman that will destroy us all. Visions of a Post-Human utopia are primarily confined to the rhetoric of Xavier and Magneto; when the book gives us a glimpse of the future it is always a version of Chris Claremont's seminal Days of Future Past (Uncanny X-Men 141-142, 1980), a nightmarish future Morrison connects to the activation of the Phoenix Force (since Gnosticism would locate this force outside time, and since it conceives of this world as irremediably fallen, this connection makes sense). As proper comic book superheroes, the X-Men always win, of course, but the real philosophical challenges voiced by the better villains are never really dealt with. The comic book format expresses this dark, subterranean logic perfectly: pessimistic Post-Humanism. The idea that, yes, Post-Humanism is our destiny, but in the end it will do little more than provide the means for our continued violence and ultimate annihilation. As Sabertooth puts it: "Super-people are supposed to be the next stage in human evolution, and all we do is fight each other." [39] This pessimism is an unintentional but undeniable part of the serial form of superhero comics. The X-Men have continued their fight to integrate humans and mutants for forty years. Marvel Comics needs a sustainable universe where the X-Men will always be needed (a Utopia, which can end a book or film, doesn't work in a continuously serial narrative because it generates no new stories worth telling, publishing, or selling). These aspects of the form combine to create a world where no one can win and a dark future always threatens. The X-Men continue their fight for justice, but no higher force than the Phoenix and its attendant nightmare future is offered. Post-Humanism is very often utopian and teleological; the comics form itself fights against both these things.

Nú dettur mér reyndar tvennt í hug.. Þegar komið er að farsælum endi í hverskonar skáldverki lýkur verkinu, ekki kannske vegna þess að það er ekkert fleira sem hægt er að greina frá, heldur vegna þess að það er ekkert merkilegt, ekki í frásögur færandi. Annars hefði bókin (eða kvikmyndin eða hvað það nú er) haldið áfram. Þegar sagan er búin taka við hversdagsleg leiðindi. Þannig mætti hugsa til Dante og segja að sögufléttan leiði lesandann/áhorfandann í gegnum helvíti krísunnar, hlaupi upp hreinsunareld lausnar og eftirmála, kíki innfyrir dyr himnaríkis hinna farsælu endaloka og slútti þá frásögninni með haganlega staðsettu ENDIR.

Vegna þess að um leið og þú ert kominn í himnaríki er ekkert aksjón í gangi lengur. Engar pyntingar, engar litríkar persónur.. ekkert stuð. Helvíti er einn stór raunveruleikaþáttur á meðan himnaríki er endalaus verslunarferð þarsem allar hillur eru fullar, ekkert kostar nokkuð og enginn ryðst framfyrir annan.

Þá eru X-mennirnir fastir í helvíti.***

Á hinn bóginn man maður það sem sagt hefur verið um Tolstoy, að hann hafi byrjað sögur sínar þarsem aðrir hefðu endað. Vegna þess að hamingjuríki endirinn er tálsýn: í tilbreytingarleysi hversdagsins býr annað og lúmskara helvíti, sem dregur að lokum alla til dauða. Á mis-sársaukafullan hátt. Þá eru X-mennirnir ennþá fastir í helvíti, en það er allt í lagi vegna þess að allir aðrir eru þar líka.

Jæja félagi.. þetta var nú aldeilis merkilegt. Klukkan að verða fimm og ég á ennþá eftir að klára greinina (ég stoppaði þarsem ég tók tilvitnunina núna fyrir örugglega hálftíma síðan.. fór svo að lesa í BA ritgerðinni eftir að ég leitaði uppi þessa þýðingu mína á 'suspension...').

.....

Og fyrst ég er að þessu þá get ég bent á aðra grein eftir gaurinn, en hún fjallar um fræði Harold Bloom og kvikmyndina Donnie Darko. Man ekki hvað hún heitir og nenni ekki að gá að því, en hún er í draslinu: hér. Í drasli má einnig finna þætti nr. 3 og 4 af ,,Absolute Power", en 5 og 6 koma bráðum.

-b.

*Þetta ó svo illþýðanlega 'suspension of disbelief'.
**Það er kannske ekki forsvaranlegt að kalla Animal Man svartsýna stúdíu á þessu fyrirbæri, en mér sýnist endaleysið þar koma fram sem leið nauðsyn frekar en annað..
***Og lesendurnir væntanlega fastir í þessu gnostíska fangelsi, svona þess utan, en við skulum láta það eiga sig. Sjúkk.

Engin ummæli: