03 janúar 2006

Byrjun janúar

Þá þarf maður að: Sækja um húsaleigubætur uppá nýtt, sækja um lín-yfirdrátt uppá nýtt, velja kúrsa uppá nýtt, og byrja í ræktinni uppá nýtt.

Ég fann umsókn fyrir húsaleigubæturnar hérna, sem þýðir að ég þarf ekki að senda einhvern til að ná í eyðublaðið fyrir mig. Framför og kúdós til Árborgar. Hinsvegar vantar mig launaseðil fyrir desembermánuð, en hann hefur ekki látið sjá sig.

Mundi ég að gefa þeim nýja heimilisfangið mitt? Kannske ekki.. Jæja.

Áður en ég get sótt um nýjan yfirdrátt þarf ég að greiða þann gamla niður, og til þess þarf hann Guðni að fara yfir það sem ég skilaði til hans og ákveða að gefa mér góða einkunn fyrir. Það gerist eflaust hvað og hvenær. Hinsvegar býst ég við að skulda bankanum lítið eitt á milli, þarsem ég fékk lán uppá 15 einingar en klára bara 10. Þarsem það munar einum kúrs þá er ég að vona að fá 75% frá LÍN, en það þarf ekkert endilega að fara svo.

Ég veit ekkert með þessa kúrsa.. það er doldið erfitt að gera mikil plön í þá áttina þegar ég veit ekki einusinni hvort ég kem til með að eiga efni á að vera í skólanum þessa önn.
Eða nei, það er ekkert það erfitt. Ég er bara latur einmitt núna.

Og á meðan þarf ég að undirbúa mig fyrir TOEFL prófið sem er 12. og finna mér skóla til að sækja um í.

Það verður samt gott að komast aftur í ræktina. Það er sko ekkert lítið sem ég er búinn að vera latur undanfarið. Hrikalegt helvíti.

Kevin Smith er að gera myndina Clerks II: The Passion of the Clerks, sem hljómar mjög illa. En það er samt stundum gaman af þessum vídjóum sem liðið fleygir uppá síðuna.

Og sagan af ,,anal fissure"-inu er líka nokkuð skondin.

Ég afrekaði ekkert í dag. Ég ætlaði að kópera Mr. Show fyrir Ými, áður en hann færi heim til Danmerkur, en ISO fælarnir sem ég bjó til með DVD Shrink gengu eitthvað illa í CDBurner XP Pro 3.. kannske þarf ég Nero?
Eníveis. Á morgun ætla ég að þrífa ísskápinn minn. Og fara í skrifstofu skiptinemanámseitthvað og spyrjast fyrir. Veit samt ekki hvort ég nenni að fara að sofa.

-b.

Engin ummæli: