26 janúar 2006

,,Who killed Nice Guy Eddie?"

Nau! Chris Penn dauður.

Væri nú varla að minnast á það hér nema fyrir þær sakir að einmitt í dag, á leiðinni í vinnuna, var ég að rifja upp atriðið í Reservoir Dogs þarsem Nice Guy Eddie dettur dauður niður án þess að nokkur hafi skotið hann. Melurinn kjaftaði síðan frá því í viðtölum að Tarantino hefði látið það standa í myndinni til þess að búa til smá mysteríu úr því.

En það dugar ansi skammt þegar menn blaðra því svo bara að þetta hafi verið feill í leikstjórn.

Allavega, hann er látinn núna karlinn. Þetta er bráðabirgðatengill sýnist mér, en ég finn ekkert um þetta á google ennþá..

[Uppfærari daginn eftir: tengillinn er þegar dauður, en hér er frétt um þetta á CNN..]

Engin ummæli: