31 janúar 2006

Retrievr

Rakst á þetta tól, Retrievr um daginn. Maður leitar að myndum á flickr með því.. teikna myndir! Rosa sniðugt. Prófaði þetta samt ekki fyrren núna áðan. Helvíti nett. Virkar allavega ágætlega til að finna ákveðnar litasamsetningar. Prófið endilega.

Fann þessa mynd m.a. með því að leita að bláum og einhverskonar brúnum. Hver sem setti hana upp er aum tík og lokar fyrir urlið á henni, en satan. Það stoppar engann! Ónei! Og síst mig! Tryllingslegur hlátur, heilu rokurnar af honum!



Svalur tappi.

Öppdeit: Þessi gaur notar myndir af Flickr til að stafa það sem maður skrifar inn.. frekar tilgangslaust kannske, en samt gaman að þessu.



-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei! Þetta myndaskriftadót minnir mig reyndar á fontaverkefni sem Frikki var að gera um daginn. Láttu hann segja þér frá því. Hann notaði nefnilega ljósmyndir.

-Ingi

Björninn sagði...

Já ég man eftir því.. en þar var hann nú að taka myndir af einhverju sem líktist stöfum og draga það síðan upp eftir minni eða einhvern satan. Dálítið í aðra átt, en jú kannske soldið svipað.