20 janúar 2006

Klock-kast

Nei, Strangers in Paradise er lélegt dót. Ekki gott dót.

Og hérna er eitthvað sem ég reyndi að henda upp í gær áður en eldrefurinn brotlenti..

.....

Ég hef ekki verið iðinn við að hlusta á podköst, en fann á heimasíðu Geoffs Klock tengla á nokkur slík sem hann hefur tekið þátt í. (Síðan smækkar gluggan sjálfkrafa og ég veit að það er pirrandi en hann meinar eflaust vel.) Ég tékkaði á einu þeirra og það eru sirka fjórir gaurar, sem hljóma hver öðrum myndasögunördalegri, og Klock er með í gegnum síma. Umræðuefnið er fyrsta TPB-in af Animal Man, eða blöð 1-9.

Flestum þessara gaura líst ekkert á bókina og einhverjum er beinlínis uppsigað við Morrison. Þetta er í raun mjög fyndið.. Klock hefur greinilega lesið söguna í þuklaðar ræmur og ryður úr sér miklum fróðleik og stúdíu á þessum fyrstu heftum, og svo kemur einhver gauranna inní og segir að hann hafi ekki séð neitt af þessum kristilegu táknum sem Klock vill lesa úr heftunum (og þá sérstaklega #5, 'The Coyote Gospel'), og þvertekur fyrir það að í síðasta ramma sjái maður Crafty á krossinum - þetta sé bara einhver skepna sem liggi dauð á veginum.

Klock segir að þetta sé jú það líka, en að í þessari sögu (einsog svo mörgum) sé hægt að finna marga fleti, marga merkingarauka á því sem liggur augljóst fyrir. Gaukurinn segir eitthvað um að hann sé forritari og að hann sjái bara það sem sé á blaðsíðunni, og svo held ég að það sé sami gaur sem kemur með þennan gullmola, sem er í raun eina ástæðan fyrir því að ég skrifa um þetta yfirhöfuð, það er hér:
I don't believe in reading between the lines.

Og ég gapi enn. Hann trúir ekki á þá iðju að lesa á milli línanna. Það er bara ekki hans tebolli. Einsog það sé hægt að lesa nokkuð sem skrifað hefur verið án þess að neyðast um leið til að lesa á milli línanna.

Nei ókei, ég stoppaði gaurinn bara strax af og fór að skrifa þetta upp, en ég á eftir að heyra hvernig hinir bregðast við. Látum sjá. Nei ókei, hann heldur áfram:
...I have a problem with that. If, if I'm a writer, I'm gonna write down what I'm talkin' about.

Og svo kemur það fram að einn af uppáhaldsrithöfundunum hans er Tom Clancy. Gúddí.

Nei ég get ekki pikkað inn fleiri línur uppúr þessum gaur.. það er alltof mikið af þeim. Þetta er lesandinn sem skemmir samvitund mannfólksins alls. Úff vá, og svo er þarna annar sem þykist hata heftið vegna þess að það sé svo fullt af kristilegum táknum. En hann hatar einmitt trúarbrögð svo heitt. Satan hvað svona týpur fara í taugarnar á mér.

Heyrðu ég hendi þessu bara uppá draslið. Einræðan hans Klock er alveg þess virði að tékka á þessu.. Klikki gaukur (41mb, HI-net).

.....

-b.

Engin ummæli: