17 janúar 2006

I guess that's why they call it..

Athyglisverð grein um bilað dót.

Vinna í dag, enn og aftur. Nú nenni ég ekki að essóast aftur í vikunni. Les yfirlýsingar og anthropomorphic noir. Á meðan ég bíð eftir 'Arrested' get ég farið að horfa á 'Battlestar Galactica' aftur. Datt það svona í hug í gær að þættirnir væru komnir í sýningar aftur og viti menn; tveir nýjir þættir. Blái froskurinn tosar þetta inn fyrir mig.

Stundum sýnist mér að fólkið í kastljósinu sé bara að kósta. Fleyta kerlingar á frösum og 'kjölfróðleik' í stað þess að segja eitthvað. Það er kannske einhver einn á staðnum sem hefur vit á því sem er til umræðu, en á móti mælir einhver útnefndur en vanfróður, og á milli situr óundirbúinn kastljósari.

Þetta ráðherrakerfi hefur mér sýnst vera beinlínis asnalegt. Einhver gaukur er sjávarútvegsráðherra í svona mörg ár, svo skiptir hann um stól við félaga sinn, gerist fjármálaráðherra, og þá er hann alltíeinu orðinn alvitur um fjármál ríkisins? Pull the other one, einsog þeir sögðu forðum.

,,Sumir segja" segir kerlan í Kastljósi. Nei nei nei. Þú segir. Þessi hérna segir. Við segjum. Sumir eru of óræðir til að geta sagt nokkuð.

Já, og meðan ég man, ,,höfundurinn hefur sjálf gengið í gegnum" eitthvað? Ekki heldur. Höfundurinn gerir hlutina sjálfur.

Hvað með það. Ég lít ekki í blað (eða á blað.. auglýsingar, veggspjöld, flugrit og þessháttar eru engu skárri) án þess að sjá stafsetningarvillur. Nú er n/nn vinsælt. Jafnvel i/y.

Djísús kræst. Bjössi, ef þú ert að lesa þetta, lestu þetta þá aftur yfir og sjáðu hvað þú ert að gera sjálfum þér.

-b.

1 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Fox News stílbragð komið inn í Kastljós? Æði...bætum við fleiri fegurðarsamkeppnisglyðrum líka.