18 janúar 2006

Milljónarinn

Björninn: fyrstur með fréttirnar.

(Eða tengil á fréttirnar, ef þið viljið fara í einhverjar hártoganir.)

Annars er þetta ekki svo góð frétt hjá þeim.. Fyrir það fyrsta vann gaurinn sér inn rúmlega eina milljón dollara, þarsem hann seldi síðustu 1.000 pixlana (eða dílana.. sem er nú ekki svo slæmt orð reyndar) á eBay fyrir þónokkuð mikið meira en 1.000 dollara.

Og svo er sama villan í gangi þarna og var í sjónvarpsfréttini um daginn. Hann er ekki að selja milljón auglýsingar, sem hver er einn díll að stærð. Hann er að selja auglýsingapláss á milljón díla svæði (1.000 x 1.000 dílar), þar sem einn díll kostar einn dollara. Temmileg auglýsing sem tekur 20 x 50 díla kostar þarmeð 1.000 dollara. Og ef þetta lið hefði litið á síðuna áður en það fór að skrifa fréttir um hana hefði það séð að þessi lýsing þeirra passar engan veginn.

Það er samt frekar merkilegt að honum skuli hafa tekist þetta.. Mjög einföld hugmynd í rauninni. Hann fékk bara helling af ókeypis auglýsingu hjá blóksíðum merkurinnar. Ég man þegar þetta var nýbyrjað hjá honum. Getur það verið að það sé svo langt síðan að ég hafi verið á gömlu tölvunni minni? Mér datt allavega aldrei í hug að þetta myndi hafast..

-b.

Engin ummæli: