10 október 2006

What's wrong with you people? Did Einstein die in vain?!

Battlestar Galactica (Sci-Fi). In its third season, Battlestar Galactica may finally have reached a critical tipping point. On Crooked Timber, a culture blog, poster Scott McLemee muses, "If someone hinted two years ago that one day I would be eagerly awaiting the third season of a remake of Battlestar Galactica, my response would have been something like, 'Get away from me, crazy person, because that is crazy, what you are saying to me.' " But most critics take pains to point out that this is more than another dorked-out sci-fi fest. "[T]he real drama here still rests in the human relationships: flawed characters, struggling to make it through chilling times without sacrificing too much of themselves in the process," Salon's Heather Havrilesky observes earnestly. Is it based on real-life current events? Perhaps, but Joanna Weiss cautions in the Boston Globe that "Battlestar is less an allegory about current events than a rumination on how we might view things if tables were turned."


Já nú fílar liðið Battlestar. Ekkert meira um það að segja sosum, en ég hnaut um þetta komment, sem ég skáletraði: Meira en bara eitthvað skæ-fæ dót. Afhverju þarf þetta lið, þegar það uppgötvar að einhver tiltekinn vísindaskáldskapur höfðar til þess, að láta sem skæ-fæið sé bara hluti af því sem er í gangi, og að í raun og veru sé eitthvað miklu miklu meira þarna að finna? Battlestar er einfaldlega góður vísindaskáldskapur. Það er til nóg af góðum vísindaskáldskap og hann er ekki einfaldlega svokallaðar fagurbókmenntir í dularbúningi eða þvíumlíkt.** Ef þú ert að ræða um BSG eða Blade Runner eða hvað, þá geturðu ekki látið sem svo að vísindaskáldskapurinn sjái um ártalið og geimskipin, og alvöru-skáldskapurinn, það sem skiptir máli alltíeinu, nái utanum persónurnar, pólitísku umræðuefnin o.s.frv.

..svo er eflaust hægt að nefna dæmi um skáldskap sem nýtir sér skæ-fæ element á afmörkuðum svæðum, en það er bara hipp og póstmódern, og gengur ekki inná hefðina sem slíka.

**Einhverjir höfundar myndu e.t.v. halda öðru fram um sínar bækur, en hverjum er ekki sama hvað þeim finnst.

Mér sýnist allir Wire þættirnir vera komnir á netið, og ég hef mig allan í að forðast niðurhölun. DVD skrínerar, fjandinn hafi það. Auðvitað kemst þetta á netið. Þeir sendu fullt af fólki þáttaröðina einsog hún leggur sig á DVD diskum, og svo ætla þeir að taka sér pásu um miðja þáttaröð til að.. ég veit ekki, pirra fólk? Fokkjú, ég kann að skrifa mininova.
-Sem ég hefði gert hvorteðer, jújú, en það var gaman til að byrja með að fylgjast með þessu í 'rauntíma'.

Talandi um rauntíma, ég ætlaði alltaf að benda á korktöfluna á scifi.com, þarsem áhorfendur voru að skrifa inn jafnóðum og þeir horfðu á lokaþátt annarar þáttaraðar.. Kreisí dót. Það voru allir að henda fram kenningum hingað og þangað og þegar þátturinn tók mjög svo óvænta stefnu um miðbikið þá varð allt kreisí. Þau eru sofandi, þetta er allt draumur, muniði þegar hún var að tala um svefngasið og svo urðu allir svo skrýtnir alltíeinu... O.s.frv. Fólk gekk mjög langt í bæði vantrú sinni á það sem þau voru að horfa á, og formælingum í átt til framleiðanda þáttanna.

Mér fannst þátturinn frábær einmitt afþví hann sýndi mér eitthvað sem ég átti nákvæmlega enga von á. Þarna var hinsvegar fullt af liði sem hreinlega neitaði að trúa því að fólkið á bakvið þáttinn gæti viljað fara í aðra átt með næstu þáttaröð.

En mér finnst samt rétt að taka það fram að þarna er ekki um einhverskonar steríótýpíska skæ-fæ nerði að ræða.. ja, ekki endilega. Það gæti sosum verið, en málið er að viðtökurnar væru alveg nákvæmlega eins ef þarna væri á ferðinni þáttur af Desperate Housewives eða Law & Order. Munurinn er bara að undir hettu vísindaskáldskapar eru þér þematískt mun fleiri dyr opnar en í nágrannadrama eða paint-by-colors lögguþætti.

En þetta er alltof langt. Nú hefur mér loksins tekist að hala niður commentary-inu hans Ron Moores fyrir byrjunarþáttinn, og ég ætla að tékka á því drasli. Því ég er þannig gaur. Ég hlusta á fólk tala á meðan ég horfi á kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Ójá.

(Linkur á umræðuna sem ég er að tala um.. bara random síða, en hún er rugl löng.. bestu hlutarnir eru samt þeir sem eru skrifaðir á meðan þátturinn er enn í gangi.)

-b.

5 ummæli:

Gunnar sagði...

„Einhverjir höfundar myndu e.t.v. halda öðru fram um sínar bækur, en hverjum er ekki sama hvað þeim finnst“

Hnuss.[1]


-----------
[1]Þessi athugasemd er eingöngu gerð vegna þess að við henni er búist af minni hálfu, umhverfið skrifar þessa athugasemd í gegnum mig, ergo: ég er ekki höfundur að athugasemdinni, höfundurinn er m.ö.o. „dauður“.

Björninn sagði...

Ég hélt einmitt að þú værir eini eftirlifandi höfundurinn.

Jæja, þar fór það. Híf-hó strákar!

Gunnar sagði...

Nú fer ég að hugsa um syngjandi póst-móderníska sjóræningja - á Breiðvegi.

En neðanmálsgrein mína hér fyrir ofan (!) ber auðvitað ekki að taka alvarlega. Ég stend bjargfastur sem fyrr gegn póstmódernískri hnignun nútímans og afskræmingu sannleikans. Eins og einhver sagði: það græðir enginn nema lygarinn á því að útryðja sannleikanum.

En förum nú ekki út í þá sálma - ég er í vinnunni.

Gunnar sagði...

Ég var að átta mig á því að athugasemd mín nr. 2 er athugasemd við neðanmálsgrein sem er við athugasemd við neðanmálsgrein.

Og þetta er athugasemd við athugasemd við neðanmálsgrein sem er við athugasemd við neðanmálsgrein!

Þetta er stöffið sem fræði eru búin til úr.

Björninn sagði...

..og neðanmálsgreinin sem þetta sprettur allt upp frá - alfa-neðanmálsgreinin, ef ég má komast svo að orði - er vitaskuld við nokkurskonar athugasemd frá sjálfum mér. Um vísindaskáldskap.

En já mikið rétt, þarna sjáum við fræðin í rjómableikri hnotskurn. Og það er ekkert meira hressandi!