16 október 2006

Þar kom að því

Tölvan mín datt í gólfið núna rétt áðan, í fyrsta skipti síðan ég keypti hana. Mér líður einsog ég ætti að fara með hana á barinn og gefenni einn kaldan.

Vonum bara að hún fari ekki að vera með eitthvað vesen í framhaldinu.. Það er nú sterkt í þessu.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gafst´enni bjór?
-ingi

Björninn sagði...

Ég reyndi, en ég fann hvergi munnopið. Hún tekur nú viljann fyrir verkið samt, ef ég þekki hana rétt.