01 júní 2006

Veikur

Án gríns. Ég er að DREPAST í kjaftinum. Það er mjög sárt að kyngja og geispa osfrv. Og mig klæjar í innanverðan hálsinn. Fokk.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pottþétt streptókokkar, mæli með læknisaðstoð. Fáránlega gott að taka pensilín, þá lagast þetta á nótæm.

--Ýmir.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Æ piff. Penisilín er fyrir homma og löggur.

Björninn sagði...

Hei gaurar.

Já þú segir nokkuð Ýmir.. Ég veit samt ekki, mér finnst ég hafa skánað síðan í gær. Og mig langar engan veginn að fara á enn einn pensilínkúrsinn. Held ég sjái hvernig þetta verður í fyrramálið, ef það heldur sömu stefnu þá neyðist ég líklega til að hitta lækni.

Kostar bara morð fjár.

Nafnlaus sagði...

Þú getur einnig keypt nokkuð sem nefnist Strepsils, og hægt er að fá á ágætis verði í flestum betri lyfjaverslunum - bragðast einnig mjög vel. Síðan bregst gamli góði hvítlaukurinn sjaldan - ég mæli með því að þú tyggir eða gleypir 1-3 hvítlauksrif á dag. Það er vont (sérstaklega fyrir aðstandendur), en þrælvirkar.

- Atli

Björninn sagði...

Takk fyrir ábendinguna.. kannast við nafnið, veit ekki hvaðan.

En ertu að tala um hvítlauksneyslu bara dagsdaglega, sama hvað bjátar á (eða bjátar ekki á), eða bara þegar maður er eitthvað veikur/slappur?

Nafnlaus sagði...

Meðan á veikindum stendur. Félagslega þá held ég að það sé best að halda neyslu á hráum hvítlauk í lágmarki. Lyktin ein ku drepa bakteríur.

-- Atli

Unknown sagði...

Fyrst við erum í praktíska gírnum - o g spjallið snýr að kvefrekstri, (veit nú ekki með vírusinn þinn Björn minn) þá ljóstra ég upp því sem ég geri við kvefi, - það er að taka engiferrót, skrælda og bíta í, étta svosem eina á dag kannski?
- það er ágætt, og ekki jafn slæmt fyrir aðstandendur.

Gangi þér vel, vona að þú lagist

Björninn sagði...

Takk fyrir góð ráð Völundur. Ég á nú engiferrót hérna heima, kannske ég tékki á þessu. Svo er líka seyðið góða sem fólk mælir með, engiferrót, hvítlaukur og sítróna. Og blóðberg, vill Ingi hafa.

En þú gerir þér grein fyrir því að þú ert að kommenta á tveggja ára gamla færslu?