06 júní 2006

Annað sem má leggja í rúst..

Vífilfell líka, sem virðist alveg hætt að selja venjulega gosdrykki, en þreytist hinsvegar ekki á því að hvetja til tappa- og miðasöfnunar þarsem vinningarnir eru leyfi til að kaupa meiri varning. Þú safnar tuttugu töppum (20 x 145kr = 2900kr) og mátt þá kaupa rafmagnshlaupahjól með aðeins 2000króna álagningu eða svo (6900kr ef ég man rétt), sem virkar ekki út vikuna (ef marka má kvartanirnar).

Eða þú mátt safna 40 töppum (40 x 145kr = 5800kr) til að fá 'gefins' leðurfótbolta, skreyttan auglýsingum kók og styrktaraðila HM2006, að andvirði 4000krónur.

Smávægið er síðan 5 tappar (5 x 145kr = 725kr) sem þú getur skipt út fyrir pakka með þremur myndum af fótboltaleikmönnum, að andvirði 500krónur.

Mér fannst nóg um vitleysuna í Idol-miðaleiknum þeirra, þarsem vinningarnir voru gjarnan eitthvað álíka heimskulegt og 5% afsláttur í Skífunni. Sem þýðir að fyrir fimm miða (725kr) gastu fengið 5% afslátt af geisladiski (5% af 2400kr = 120kr), en varðst jú til þess að eyða peningum í þennan geisladisk, 2280krónur.

Hérna er ég að miða við sjoppuverð á kóki, og auðvitað er ekki hægt að reikna með því að fólk kaupi kók gagngert til þess að taka þátt í þessum leikjum, en það er hvetjandi. Til þess er það. Og að þeir skuli ekki geta aulast til að láta einhver almennileg verðlaun fyrir þáttöku finnst mér fyrir neðan allar hellur.

-b.

Engin ummæli: