02 júní 2006

Spot the looney

Orkuveita Reykjavíkur var að sýna einhverja handónýta auglýsingu þarsem brosandi faðir heldur á syni sínum í gegnum hverja súrreal senuna á fætur annarri, syngjandi ,,svona viljum við hafa það / ekkert vesen ekkert vandamál" eða eitthvað í þá áttina.. Hvað er í gangi?

Það þarf nú eitthvað til að sannfæra mig um það að Orkuveitan þurfi að auglýsa þjónustu sína. (Leyfist mér að segja ,,glætan"? Ég er ungur enn.) Hver er tilgangurinn? Er ég að sjá stóriðjuhimnasöng í hverju horni? Er ég bilaður?

Eða er þetta bara Rafmagninu allt - gó álver?

...

Mikið finnst mér skrýtið að sjá fólk í kastljósinu sem er ekki að rífast hvort við annað. Þetta er örugglega í annað skiptið á stuttum tíma sem aðilar beggja megin borðsins eru að tala sama máli. Núna einhverjir bandarískir vísindamenn að tala um krabba í músum, um daginn tvær konur að tala um faðerni einhvers lögfræðings.

Kannske þarf fólk ekki að vera að rífast alltaf. Fáum við ekki nóg af því í The OC hvorteðer?

-b.

Engin ummæli: