27 júní 2006

Durturinn í Deadwood

Deadwood: Fyrst kynnumst við Bullock, sem virðist vera dálítill bastarður; þá Swearengen, sem er greinilega alger bastarður; þá Tulliver, sem er a.m.k. jafnmikill bastarður og Swearengen; þvínæst Wolcott, sem er geðsjúklingur og mikill bastarður; og nú síðast Hearst, sem gæti barasta verið meiri bastarður en þeir allir til samans.

Góðu gaurarnir eru 'góðir' vegna þess að við fáum alltaf að kynnast einhverjum sem er verri. Og svo koll af kolli. Það sem var spes við Hearst var að hann kom til sögunnar seint í annarri þáttaröð og virtist vera tiltölulega heiðvirður kaupsýslumaður, sem gæti komið böndum utanum Wolcott, útsendara sinn. En nú renna á mann tvær grímur þarsem hann virðist svífast einskis til að eigna sér bæinn og alla sem koma nálægt honum.

Þetta er gott sjónvarp, maður.

Hearst: Your duties will be to answer like a dog when I call.

Tulliver: Like a dog?

Hearst: Compications of intention on your part in dealings with me or duplicity or indirection - behaviour, in short, which displeases me - will bring you a smack on the snout.

Tulliver: Ouch.

Hearst: When administered by a practiced hand, such a blow can be more painful, and grievous even, than your recent sufferings.

Tulliver: I don't doubt the hand would be practiced.

Hearst: Mister Swearengen recently discovered as much.

Tulliver: I gather it cost him a finger.

Hearst: But I should say too that in these rooms just this afternoon such displeasure brought me near to murdering the sheriff and.. raping mrs. Ellsworth. I have learned through time, mister Tulliver and.. as repeatedly seem to forget, whatever temporary comfort releving my displeasure brings me, my long-term interests suffer. My proper traffic is with the earth. And my dealings with.. people.. I aught solely to have to do with niggers. And whites who obey me like dogs.

Og gaurinn sem leikur hann á náttúrulega mikinn heiður skilinn. Þessi orðaskipti þeirra Tullivers eru fantavel skrifuð, en hann eignar sér þetta algerlega. Maðurinn kemur ljóslifandi fram.. hrokafullur og óstjórnanlega gráðugur ofbeldismaður, fullur af mannvonsku og grimmd, en um leið firrtur og jafnvel dálítið sorglegur karakter.

Hann harmar það að hann skuli endrum og eins missa stjórn á skapi sínu, en eingöngu vegna þess að um leið stefnir hann langtímamarkmiðum sínum í voða. Hann hrækir orðinu ,,people" útúr sér einsog fúkyrði og vill helst ekki eiga í samskiptum við neinn sem hann getur ekki skipað fyrir, og barið ef honum dettur það í hug.

Þetta er alpha-karl, en um leið holdgervingur kapítalismans, sem Wolcott gaf forsmekkinn að, bæði í orðum og gjörðum. Einstaklingur sem virðist jafnstór veldinu sem hann hefur reist í kringum sig, safnar stöðugt meira svæði og eignum, og sér fólkið í kringum sig annaðhvort sem þjóna eða hindranir á veginum til frekari útþenslu. Hann bendir á brotnu veggina í hótelherberginu sínu og segir hlæjandi að hann hafi alltaf meiri áhyggjur af því að auka plássið í kringum sig en að búa vel að því sem hann hefur þegar.

Hann átti allavega þennan þátt. Stórkostleg persóna. Kemst reyndar ekki í námunda við Swearengen ennþá, en mér hefði aldrei dottið í hug að þeim tækist að gera svona magnað fúlmenni úr þessum gaur.

-b.

Engin ummæli: