Entourage: Þarsem hverjar óskir bæði aðalpersóna og áhorfenda eru uppfylltar án tafar, peningarnir flæða, partíin eru endalaus, allir eru vinir og þó verður þátturinn aldrei leiðinlegur. Það er eitthvað við þetta sem segir manni að viðtökufræðingar séu durgar, best geymdir í moldarkofum viktorískra bréfaskáldsagna.
Nýju þættirnir eru komnir á draslið.
Maður er alltaf að vinna. Mikið verð ég feginn að losna úr þessu.. plúsinn er sá að ég fæ endrum og eins smá tíma til að lesa í góðri bók, og einstaka sinnum afgreiðir maður fólk sem nennir að vera mannlegt rétt á meðan það réttir manni plastið sitt, en að öðru leiti er þetta rútina sem krísur einar höggva skörð í.
Núna áðan hjálpaði ég konu að skipta um ljósaperu í bílnum sínum og hún var það þakklát að maður gat ekki annað en komist við. Endrum og eins læt ég, í skiptum fyrir slatta af kóktöppum, fótbolta sem vekur upp eitthvað leiftur í krökkum sem eru hefur greinilega ekki verið spillt fram úr öllu hófi. En oftast nær er maður varla annað en hindrun á milli kúnna og neyslu, þetta formsatriði að þurfa að borga fyrir draslið sem liðið innbyrðir. Hreint ótrúlegt hversu mikið af fólki virðist eiga heiminn skuldlausann, og við hin vinnum bara fyrir það.
Samt man maður þessa almennilegu betur en flónin. Skárra væri það nú..
Og ef einhver í svipuðu djobbi hefur aldrei fengið logandi löngun til að kýla kúnna* í smettið þá er sá hinn sami, eða sú hin sama, einfaldlega að gera eitthvað vitlaust.
Og þá á ég ekki við einhvern tiltekinn kúnna, einsog þann sem stendur næst þér þegar hugmyndinni lýstur niður, heldur einhvern nafnlausan, kynlausan, sérkennalausan kúnna. Fórnarlamb í orðsins bestu merkingu, sem stendur og tekur við höggi fyrir restina af neytendunum.
Og hei, varnagli: Suma viðskiptavini kann ég mjög vel við, og margir fastagestir eru sérstaklega viðkunnalegir. En fyrir þessa tegund mannfólks í heild getur maður varla annað en rifjað upp orð Randalls í Clerks:
This job would be great if it weren't for the fucking customers.
Guði sé lof að það les þetta enginn.
-b.
2 ummæli:
Heyrðu væni minn. Ég er af og til kúnni á hinum og þessum stöðum og ég kann ekki við að einhver auli útí bæ sem vinnur fyrir mig er með stæla. Haltu þér bara saman og þjónustaðu mig.
þinn kæri Kúnni.
Það er ,,sé með stæla", ekki ,,er með stæla". Og þótt einhverjum sé skylt að veita þér þjónustu þá er sá hinn sami ekki að vinna fyrir þig.
Flón.
Skrifa ummæli