01 júní 2006

Hóst!

Ennþá veiki gaurinn.

Mamma mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið!

Og hann Ýmir leit við. Alla leið frá Danmörku. Ég var skiljanlega hissa á að sjá hann í dyrunum, en þekki hann samt í gegnum gluggatjöldin. Lá hérna á náttsloppnum og horfði á Scareface. Ég sko, ekki hann. Hæ Ýmir.

Merkilegt: Einn af bestu Homicide: LOTS þáttunum, þarsem Pembleton og Bayliss reyna að fá játningu frá Arabaranum með tólf tíma yfirheyrslu í Kassanum, er spunninn uppúr tveggja blaðsíðna atriði í bókinni. Kom mér á óvart að þessi tiltekni þáttur skyldi ekki byggja meira á upprunalega textanum, en hann þurfti þess greinilega ekki. Brilljant.

-b.

Engin ummæli: