23 júní 2006

Mér varð ekki um sel

Fyrirsögn dagsins í rss fídi 'Tækni og vísinda'-hluta mbl.is:
Óttast að öflugur jarðskjálfti muni skekja jörð í su...

Ha? Skekja jörð í sundur?? Einsog í Jörð með stóru J-i?

Nei nei, svo er þetta bara ,,skekja jörð í suðurhluta Kaliforníu." Sem er ekki nærri því eins spennandi, en um leið smá léttir.

Þeir eru sko gjarnan með alltof langar fyrirsagnir í þessari dælu sinni, svo þær enda í miðju orði og svo kemur þrípunktur: ... Og þá giskar maður hvað kemur í framhaldi. Það er nú sjaldan svona spennandi samt.

-b.

Engin ummæli: