02 júní 2006

Lati Geir á Lækjarbakka..

Ég fékk heimsókn hingað í draslið mitt um daginn og var bent á að þósvo það væri allt yfirfullt af rusli, þá mætti samt finna einhverja áráttu í kaosinu. Svona drasl væri hérna í þessum haug og annarskonar drasl væri þarna í öðrum haug.. og innan um alltsaman mætti svo finna skolaðar og samanbrotnar mjólkurfernur.

Þetta er allt satt og rétt. Ég bendi samt á það núna einsog þá að það er óvenjulega mikið af drasli hjá mér þessa dagana, en það er helst vegna þess að ég hef komist svo lengi upp með það. Það kom þarna smá tímabil þarsem ég gerði ekki annað en að sitja, lesa, skrifa og sofa. Ég fór fátt og enginn kom hingað, svo að piparsveinninn í mér hætti að vaska upp, sópa og ganga frá þvotti. Þarsem ég sit og skrifa þessi orð sé ég meira að segja ennþá litla hrúgu af hreinum (!) þvotti sem ég nennti ekki að ganga frá einhverntíman um daginn. Hún liggur í sófanum. Fjandinn. Ég hef annað að gera.

...

Sem er nú lygi. Ég kláraði vinnuna um fjögur í dag, hjólaði heim, keypti mér pilsner og settist útí sólina á svölunum mínum. Til þess eru þær.

Plata í spilun er Advice From the Happy Hippopotamus með Cloud Cult. Kottke mælti með þessu fyrir lifandis löngu síðan og ég hef smellt henni á við og við síðan, en ég hef ákveðið að fíla hana bara. Þessir krakkar eru allstaðar um kortið. She shows me Jesus at the bottom of a Colt '45...

Dagvaktirnar eru léttari en kvöldvaktirnar. Alveg talsvert léttari. Svo eru flestir betri í skapinu á föstudögum. Maður hendir í þá einu ,,góða helgi" og líður sífellt betur. En svo man maður að það er vinna á morgun. En reyndar ekki á sunnudaginn. Takk, kristni.

Ég silast eitthvað áfram í GTA en mig grunar að það verði flugið sem steypir mér aftur, rétt einsog í San Andreas. Núna eru það þyrlurnar. Helvítis bögg.

Homicide heldur áfram að vera frábær. Ég nenni samt ekki að skrifa upp kaflann sem mér fannst svo góður áðan. En hann var talsvert notaður í ,,The Documentary" þættinum í 5. þáttaröð af Homicide: LOTS.

Muniði eftir fréttinni um fólkið sem fékk eldingu í hausinn þarsem það baðst fyrir í kringum járnkross? Sjáið þetta:
DAPHNE, Ala. -- Worried about the safety of her family during a stormy Memorial Day trip to the beach, Clara Jean Brown stood in her kitchen and prayed for their safe return as a strong thunderstorm rumbled through Baldwin County, Alabama.

But while she prayed, lightning suddenly exploded, blowing through the linoleum and leaving a blackened area on the concrete. Brown wound up on the floor, dazed and disoriented by the blast but otherwise uninjured.

She said 'Amen' and the room was engulfed in a huge ball of fire. The 65-year-old Brown said she is blessed to be alive.

Firefighters said its likely she was hit by a bolt of lightning that apparently struck outside and traveled into the house yesterday afternoon. She was found lying on the floor by her 14-year-old granddaughter.

Fire officials think the lightning likely struck across the street from the couple's home and traveled into the house through a water line. The lightning continued into the couple's backyard and ripped open a small trench.

A family member said he will no longer assume it is safe to be indoors during a lightning strike.


Og þetta er bara skrýtið.. Söguþráður Fight Club (bókarinnar frekar en myndarinnar, sýnist mér.. hann skiptir þessu allavega upp í kafla) settur fram með legókubbum. Skrýtið.

Já, skrýtið.

-b.

Engin ummæli: