19 júní 2006

Tómur sunnudagur

Listi yfir fólk sem hefur mikil áhrif í Hollívúdd. Fyndið hvernig hver og einn hefur 'aðal-eiginleika' og 'auka-eiginleika'. Dan Brown er aðallega gáfaður en líka hæfileikaríkur, á meðan J.K. Rowling er aðallega hæfileikarík, en auk þess gáfuð.

Og svo er þetta vídjó, viðtal við gaur sem berst fyrir því að fá boðorðin tíu upp á veggi þingssala í BNA. Hann er beðinn um að telja upp þessi boðorð og man bara þrjú af tíu. Brilljant.

Kíktum á boltann í gær og supum bjór. Þynnkan var að mestu horfin þegar ég mætti í vinnuna, en útimaðurinn er að gera mig gráhærðan. Eða gráhærðari. Ofur rólegur dagur, sem var vel, en Ýmir og Egill litu við, sem gerði dvöl mína þarna ögn bærilegri.

Heyrðu svo tóku þeir bara Svíþjóð. Gó Ísland.

-b.

Engin ummæli: