A prof at Stanford University is suing the estate of James Joyce over the estate's long practice of destroying documents vital to Joyce scholarship, and of intimidating academics and creators who want to study and extend the works of Joyce. Carol Shloss, a Joyce scholar, has worked for 15 years on a book about the ways in which the book Finnegans Wake was inspired by Joyce's mentally ill daughter. Joyce's grandson, Stephen Joyce, have allegedly destroyed documents relating to this to undermine her book.
This isn't the first time that Stephen Joyce has hurt the cause of scholarship about his grandfather. He threatened to sue the Irish Museum over its exhibition of Joyce's papers. He threatened to sue pubs in Ireland for allowing people to read aloud from Joyce's novels on Bloomsday, the celebration of Ulysses. He told symphonic composers that they couldn't put Joyce quotations in their symphonies.
Most tragically, there was a brief moment when Stephen Joyce was irrelevant. The works of James Joyce were in the public domain until the EU copyright directive extended copyright by 20 years, putting Joyce's books back into the care of his capricious grandson for decades.
Ef þarna væri um að ræða núlifandi höfund, og sá tappi hagaði sér svona - gerði sér ferðir til að eyðileggja gögn o.þ.h. til að bregða fæti fyrir fræðimenn - þá efast ég um að nokkur sæi neitt athugavert við það. Sumir myndu eflaust hrósa honum, virða hann fyrir sérviskuna. En einhver gaukur sem fæddist bara inní rétta fjölskyldu á ekkert með að neita fólki að lesa inní verk afa síns. Já eða uppúr þeim.
Þessi framlengda höfundarréttarvitleysa virkar svo langt sem hún gengur inní það hver græðir á sölunni, en hvað fræðimennsku og almenna skynsemi varðar eiga afkomendur skálda andskotann ekkert í verkum forfeðra sinna.
Og hana nú.
...
Annars kom ég heim úr vinnunni fullur eldmóðs og hóf þrif. Lauk þeim stuttu síðar og svalaði fjallháum þorsta mínum með köldum bjór. Nú er hann úti, og fyrstu þættir þriðju sería Entourage og Deadwood eru að detta inn. Spurningin er bara hvað verður í matinn.
A Confederacy of Dunces fer að klárast, þriðja bókin sem ég hlusta á í Simba. Einkar kyndug skáldsaga með vægast sagt litríkum persónum þarsem kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Það er varla að votta fyrir plotti enn sem komið er, en mér heyrist þetta sé að fara að skríða saman.. annars eru þessar gersamlega firrtu og fráleitu einræður Ignatiusar næg ástæða til að tékka á þessari bók.
Verð að finna mér eitthvað nýtt stöff. Verður varla mikið vesen. Kærar þakkir, internet.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli