Ég var að rölta um Kolaportið fyrir dálitlu síðan, að skima eftir myndasögum aðallega.. Stoppaði við eitthvert bókaborðið og gáði en sá ekkert. Það voru kassar af bókum undir borðinu og mér sýndist ég sjá einhvern bækling sem mig langaði að skoða, þannig að ég kraup og fór að fletta í gegnum draslið.
Kemur þá ekki gaurinn, bóksalinn, og segir mér að 'gramsa ekki undir borðinu.' 'Er þetta ekki til sölu?' spyr ég. 'Nei, þetta er ekki til sölu. Það er nóg oná borðinu.'
..einsog hann sé að selja fisk.
Ég var stopp. Hristi bara hausinn og fór að leita annarstaðar.
-b.
1 ummæli:
Bækur ætti að selja á metraverði: „50 sentímetra af bók, takk.“
Hvaða máli skiptir innihald þegar maður getur fengið hillumetra?!
Skrifa ummæli