14 júní 2006

Aukinn markaður fyrir Nestlé kaffibjórinn býst ég við

Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá. Rúmlega 125.000 manns tóku þátt í rannsókninni, en einn kaffibolli á dag dró úr hættunni á skorpulifur um 20%. Fjórir bollar minnkuðu hættuna um 80%. Þessara áhrifa gætti hjá bæði konum og körlum af ýmsum kynþáttum.

Ekki er ljóst hvort það er koffínið eða eitthvert annað efni í kaffinu sem veldur þessum áhrifum, segir einn höfunda rannsóknarinnar, dr Arthur Klatsky, við Kaiser Permanente-rannsóknarstofnunina í Oakland. En hann bendir á að til sé betri aðferð til að forðast skorpulifur en að drekka mikið kaffi, og það sé að draga úr áfengisdrykkju.

Ef einn bolli dregur úr hættunni um 20% og fjórir draga úr hættunni um 80%, þá ættu tólf bollar að draga úr hættunni um 240%!

Kaffi, hér kem ég!

-b.

7 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég sem hef alltaf verið ósköp hræddur við að fá mér kaffi þegar ég er þunnur...þú veist, frussuræpa eða eitthvað álíka. Svona er þetta þegar maður er ekki 'herra vísindamaður'.

Björninn sagði...

Já.. burtséð frá þessu held ég að kaffi sé samt sem áður ekki gott í þynnku.. það vökvar mann ekkert rosalega mikið og örvar hjartslátt, sem eykur á hausverk (ef svoleiðis er til staðar).

Þetta er auðvitað sett fram í valdi stöðu minnar sem herra vísindamanns.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ladída!

Nafnlaus sagði...

Irish coffee hlýtur þá bara að vera drykkur framtíðarinnar! Nú eða bara kaffi, brennivín og sykur eins og tíðkaðt til sveita.

-ingi

Björninn sagði...

Einhverntíman heyrði ég að það að drekka viskíbætt kaffi kallaðist að ,,fara á rjúpu". Kaffi og brennivín hlýtur að vera eitthvað groddalegra. Að fara á hænsn?

Eða kannske að ríða hænu bara, með typpinu?

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Þú meinar þá bara beint í píkuna?

Björninn sagði...

Já, akkúrat.