12 júní 2006

Að þýða fisk

Núna áðan á Sirkus sá ég línuna there's something fishy about this guy þýdda sem hann er með óhreint fiskimjöl í pokahorninu. Sem er vandræðalegur snúningur uppá gamalt máltæki. Betra hefði verið að segja hér liggur fiskur undir steini.

Segi bara svona.

-b.

1 ummæli:

Gunnar sagði...

Já, hnífurinn liggur þar grafinn, að þeir læra seint að berja höfðinu við steininn, þýðendurnir. Þar stendur sko hundurinn í kúnni! Maður myndi ekki setja árarnar á flæðiskerið ef þeir kynnu sitt starf.