Stuð.
Hitti Ými hérna fyrir utan í dag. Við renndum til Davíðs og fórum og tókum vídjó saman. Domino er óttalegt rugl og nokkrum desíbelum of stílíseruð. Öll myndin er svona einsog Maríu Carey / Snoop Dogg myndbandið sem ég sá á popptíví um daginn, bara fleiri byssur og svo auðvitað Tom Waits..
Beverly Hills 90210 tengingin hefði getað verið hrikalegur feill, en hún gekk ágætlega upp, eins langt og hún gat á annað borð. Þetta er á einhvern hátt í ætt við Tarantínó-íska kits gildið, en virkar öðruvísi þarsem leikararnir eru að leika 'sjálfa sig'. Á hinn bóginn gæti maður ætlað að þeir hafi verið að því alla sína ævi, og þarmeð virkar þetta bærilega.
Það var einhver sjarmi við þessa mynd, grafinn undir öllum kontrastinum og gegnsýrðum litum, en hún leyfir sér aldrei að slappa af, anda í smá stund og skoða hvað er að gerast. Þetta er bara bamm bamm bamm keyrsla á einhverju kúli sem skilar sér aldrei almennilega. Rourke ræður við það að vera svalur en Knightley á soldið langt í land með það.
Ég manaði Ými til að komast inní tölvuna mína og hann gerði það, blessaður. Ég stóð í þeirri meiningu að notendaprófíllinn minn væri administrator á tölvunni, sem er reyndar rétt, en svo kemur í ljós að ég hef aldrei notað eða átt neitt við þennan innbyggða 'Administrator' notanda. Svoleiðis að hann sat bara þarna og beið eftir því að einhver stimplaði sig inn, lykilorðslausan.
Ágætt að koma því frá. Sjálfur hef ég reyndar gert þetta á annarra tölvum.. þegar ég var að skoða tölvurnar tengdar HI-netinu hérna í den voru þær oftar en ekki varðar með lykilorði, og þá virkaði stundum að skrifa inn Administrator og ekkert lykilorð. Eða nafnið á tölvunni (sem maður sá í network neighbourhood) og ekkert lykilorð.
Verst að það var ósköp sjaldan eitthvað af viti til að sækja.
...
Lost rennur ágætlega af stað inní aðra seríu, og ég held það sé langt síðan mér hafi líkað svona ofboðslega illa við eina persónu í sjónvarpsþætti. Vanþóknun mín á þessum hálfvita var áþreifanleg og óx með hverjum þætti þartil núna síðast þegar hún hvarf svo snögglega að það kom mér gersamlega í opna skjöldu.
Það er kannske melódrama, en það er líka fokking gott sjónvarp.
...
Á morgun ætla ég út að kaupa nýju 7 Soldiers bókina. Það er eins gott þið eigið hana til, Nexusgaurar, annars.. ja.. annars neyðist ég til að kaupa eitthvað annað. Með glöðu geði. En ég kem ekki til með að skrifa nafnið mitt fallega á posakvittunina!
Hafiði það.
...
Hei já.
Ég fékk síðustu einkunnirnar í vikunni. Ég náði þessu bara ágætlega, takk fyrir.. Ég ætti að fá einhver lúsarnámslán hvað og hvenær, og get þá farið að borga niður hluta af yfirdrættinum. Megnið af sumrinu fer svo væntanlega í að borga restina. Ekki fer ég úr landi enn í skuldum við bankann minn?
Í millitíðinni skulum við djamma einsog hæskúl partí í Todd Solondz mynd.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli