16 júní 2006

,,Don't tell me what I can't do"

Mmmmm.. sígarettur.


Essó átti sextugsafmæli í fyrradag og bauð einhvern afslátt á bensíni. Þetta þýddi að allir, mömmur þeirra og hundarnir í nágrenninu æddu á næstu essóstöð og fylltu tankinn, jafnvel þótt hann hefði verið fylltur daginn áður og tæki ekki meira en fjóra fimm lítra í viðbót - 'sparnaður' er víst sparnaður. Það var stanslaus straumur í Vesturbænum og salan þreföld á við venjulega. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið á stærri stöðvunum, uppá Höfða eða álíka..

En þetta þýddi líka að í gær var ekkert að gera. Allir komnir með bensín á tankinn og fylla ekki fyrren á næsta afmælistilboði ef allt gengur vel. Ég er að vona að það haldist rólegt í dag líka, en ég er að fara á kvöldvakt eftir rúman klukkutíma.

Á miðvikudaginn dreif ég mig semsagt í burtu eftir vaktina mína, fór heim og slappaði af. Svo mjög var ég afslappaður að ég fattaði ekki að ég hafði gleymt símanum mínum á stöðinni fyrren ég var að fara í háttinn um tólfleytið. Hjólaði niðreftir og hitti þar tvo tappa frá Olíudreifingunni, en þeir voru að smúla skyggnið á stöðinni. Viðkunnalegir gaurar. Ég sótti símann, hjólaði heim, stillti vekjarann og fór að sofa.

Heyrðu svo hringir helvítið ekkert um morguninn. Ég á að mæta rétt rúmlega sjö, en hrekk upp klukkan hálf, snara mér í föt og út á hjólið. Hjóla eins hratt og ég get niður Ægissíðuna og það er ekki fyrren ég kem á stöðina og sé að það er enginn þar að ég lít aftur á klukkuna. Hún er þá tuttugu mínútur í sjö.

Settist inn og las í Homicide. Það var ágætt. Einhver gaukur frá Öryggismiðstöðinni hringdi og spurði hversvegna ég væri mættur svona snemma. Ég sagði honum allt af létta. Hann hló. Ég man ekki hvað hann sagðist heita.

...

Kláraði aðra seríu af Lost í gær og sé metafiksjón punkta í hverju horni. Draslið um þetta á netinu er ógurlega mikið og ég held ég láti það eiga sig að mestu leyti.. Er byrjaður á Prison Break en aðalleikarinn er að fara í taugarnar á mér. Og ég sá frétt í Blaðinu í gær um yfirvaraskegg slökkviliðsmanna sem mér fannst smellin. Meira um það síðar.

Eða ekki.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ömm ég er sko búinn að blóka um yfirvaraskeggfréttina alræmdu. Það yrði nú svei mér þá vandræðalegt ef þú hefðir verið búinn að blóka um hana líka. Þú veist...svona eins og að mæta í eins kjólum á árshátíðina eða eitthvað álíka.

Björninn sagði...

Vó. Átta mínútum áður, nánar tiltekið.. þetta er dáldið skerí.