11 nóvember 2006

Trier, þú gamli stuðbolti þú

Úff maður. Manderlay. Sjís.

Ég verð nú að segja að mér fannst hún ekki eins hrikaleg og Dogville, en ég held það sé að hluta til vegna þess að nú veit ég að þetta er hluti af þríleik. Hvað sem hægt er að segja um þessar myndir hans þá er ekki hægt að neita því að hann veit hvað hann vill segja og gerir það á sérstakan hátt. Og ég leyfi mér að efast um að þessi mynd yrði nokkurntíman gerð í Bandaríkjunum, hvað sem það kann svo að þýða.

-b.

Engin ummæli: