07 nóvember 2006

Því hann er dáðadrengur

Nú mundi ég allt í einu að þessi síða var sett á laggirnar í byrjun nóvember á síðasta ári. Fyrsta færslan, sem var reyndar lítið annað en splask-ið undan akkerinu sem ég fleygði í sjóinn, birtist þann þriðja nóv. En tautið hófst fyrir alvöru þann sjöunda, fyrir einu ári síðan akkúrat. Hlutirnir gerast ekki endilega þótt tíminn líði, og hann líður frá manni sama þótt maður geri ekki neitt. Fjögurhundruð sjötíu og fimm færslur á einu ári er skemmtileg tala og vel afmarkað tímabil, en það segir ekki neitt. Í svipinn man ég ekki eftir neinu sérstaklega merkilegu sem ég hef skrifað uppá þennan vegg, en það sama á við um flestar blóksíður.

Ég veit ekki, kannske gæti maður reynt að fikta við það.

Ég á enn eftir að redda mér nýrri yfirhöfn, á morgun borga ég leigu, í dag borgaði ég netið, ég er kominn inní hálfa fjórðu seríu af The West Wing, er að sækja þá fyrstu af Spooks og City of Glass byrjar með látum.

Og þarmeð slær hún í miðnætti. Blessámeðan.

-b.

Engin ummæli: