10 nóvember 2006

Tilvitnun úr tíma í dag

I'll never do anything with a guy who drinks urine again.

..og mér skildist á samhenginu að hann ætti við að hann myndi aldrei aftur gera nokkuð með manni sem drykki hland. Ekki að hann myndi aldrei gera eitthvað með manni sem drykki hland aftur. Þ.e.a.s. í seinna skiptið. Eða eitthvað..

Þetta var reyndar ekki inní reglulegum tíma-umræðum; hann var að tala við þýsku stelpurnar um skoska kærastann sinn og einhvern gaur sem hann þekkir (sem drekkur víst hland). Sá hafði nýverið farið á hommabar í Þýskalandi, fundið þar álitlegan mann og byrjað að ríða honum í rassgatið. En þegar hann ætlaði að veita honum umrenning** greip hann í tómt, og fattaði að hann var að riðlast á ansi karlmannlegri lesbíu. Viðbrögðin fannst mér reyndar ansi góð hjá honum, en hann vildi meina að fyrst hann væri á annað borð byrjaður þá gæti hann allteins klárað sig af. Og svo hnefaði lesbían hann á móti. Allir fóru sáttir heim.

-b.

** reach-around

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Hvaaaaað?

Nafnlaus sagði...

Detti mér allar dauðar lýs af höfði!
-ingi

Björninn sagði...

Dagsatt.

Og þetta er bara hluti af draslinu sem vall uppúr honum. Hann sagði t.a.m. að honum þætti gaman að djamma með lesbíum því hann liti út fyrir að vera svo vel klæddur í samanburði við þær. Og bara allskonar kjaftæði.

En þetta er annars príma dæmi um það hversu vonlausan geidar ég er með. Það var ekki fyrren hann minntist á kærastann sinn og.. tja, það að hafa samfarir við aðra karlmenn, að ég fattaði að hann væri samkynhneigður.

Kannske er það þessvegna sem ég kalla vini mína gei hægri og vinstri þegar ég hitti þá. Bara svo ég geti sagst hafa stungið uppá því einusinni, svona til að vera viss.

Nei annars, það er kreisí.