05 nóvember 2006

,,Helicopters now replaced by flying saucers..."

Á skalanum hverju-týndi-Bjössi þá var þetta þrusudjamm í gær. Á einhverjum helvítis bar á Stengade í Nörrebro (held ég) tapaði ég töskunni minni, skrifbókinni minni, peysunni minni og ipoddnum. Ég hefði farið í dag að leita að þessu en ég var að berjast við þynnku sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár.

Fáránlegast er að ég var búinn að ákveða að gera ekkert þessa helgi. Síðan heyri ég í Frikka og hann er í Köben eina nótt, þá verður maður að kíkja í partí.

Meiri vitleysan.

Og önnur tilviljun í morgun sem kemur engum við en ég ætla að minnast á hana samt sem áður.

-b.

2 ummæli:

Már sagði...

Þetta hlýtur að vera top 5 djamm miðað við týningin

Björninn sagði...

Það skyldi maður ætla. En að sama skapi vona ég að ég lendi aldrei í svona 'góðu' djammi aftur. Ég á hreinlega ekki efni á því.