13 nóvember 2006

Tónlist 'lífs míns'

Már benti mér á þetta og ég hugsaði með mér ,,afhverju ekki, Björn?"

...

Ef líf mitt væri kvikmynd, hvert væri sándtrakkið?

1. Opnaðu alla mússíkina þína í einu helvítis forriti (ég nota Winamp því iTunes er fyrir svölu krakkana)
2. Stokkaðu henni einhvernvegin
3. Ýttu á ,,play"
4. Skrifaðu niður titilinn á fyrsta laginu fyrir fyrstu spurninguna, og svo áfram niður listann koll af kolli
5. Sama og fjögur
6. Ekki ljúga og reyna að vera kúl (en ég get ekki lofað því að ég hlýði þessari reglu)

Opnunartitlarnir: Herbie Hancock - The Pleasure Is Mine. Ég held að þetta sé eitthvað sem allir þekkja þótt þeir viti ekki endilega hvað það heitir. Þannig að það gæti farið á báða vegu: Annaðhvort styður það undir einhverja áhugaverða opnunarsenu á meðan aðalleikarar, leikstjóri og pródúserar skrifa nöfnin sín í snjóinn.. eða það verður of kitsjí og leim til að geta talist nokkuð. Gæti e.t.v. virkað ágætlega ef myndin byrjar á píanóbar. Engir textar, bara slæðingur af nátthröfnum að súpa konjak og hlusta á mig spila á píanóið, áður en ég vakna.

Risið úr rekkju: Cake - Sheep Go to Heaven (Goats Go to Hell). Án gríns, lagið byrjar ,,I'm not feeling all right today, I'm not feeling that great." Svoleiðis líður mér oftasnær þegar ég vakna, sama hvað klukkan er. Vitandi það að ég er að byrja alltof alltof langa skólagöngu í dag, vitandi það einhverstaðar inní hausnum á mér jafnvel þó ég nái ekki utanum hugmyndina ennþá, þá finn ég til samkenndar með öllum þessum rollum sem hrúgast inní tíma og fara að lokum til himna. Hvernig væri nú að sofa út, láta mér vaxa hökutopp, spila á panpípurnar mínar fyrir litla bróður, drekka smá vínglögg og fara að lokum til helvítis? Ég velti þessu fram og tilbaka í hausnum á mér áður en ég fer loks á lappir og útúr húsi.

Fyrsti skóladagurinn: Blur - Coping (af Modern Life is Rubbish). Ekkert spes lag af sæmilegri plötu. Ég höndla þennan fyrsta skóladag nokkuð skammlaust, en lítið meira en það. Ég er að raula eitthvað útí loftið og ekki alveg að nenna þessu, en kannske kemur eitthvað betra útúr krafsinu á næstu plötu. ..á morgun á ég við. Þetta skánar kannske á morgun.

Ástin grípur hjarta mitt: Hjálmar - 700 þúsund stólar. Það er kannske ekki hægt að segja ,,grípur," frekar svona ,,leggst yfir." Einsog þykkur reykur af.. einhverju. Einsog vera vill þá er ég þegar farinn að hugsa framtil þess þegar ég geng hryggbrotinn burtu, ,,veggirnir gráta" og hjarta mitt hefur ,,banað sjálfu sér." Og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ofar mínum skilningi hverslags kvenmaður vekur svona djæfkenndar volæðistilfinningar með mér, en hún á sannlega heima á safni.

Slagsmál: Nick Cave - The Sorrowful Wife (af No More Shall We Part). Gæti reyndar líka þýtt ,,rifrildismússík." Þetta er eitt af þessum atriðum þarsem við sjáum mig og mína heittelskuðu í ofsafengnu rifrildi en heyrum ekkert nema þessa tregafullu píanótónlist. Einhver kastar leirtaui, einhver fleygir fyrsta högginu, og einhver rýkur á dyr á meðan einhver situr eftir og sekkur lengra og lengra oní djúp reiði og haturs. Cave telur niður í rokkið og ég staulast í huga mínum á barinn þarsem ég kann að spila á píanó og fólkið starir oní drykkina sína á meðan það hlustar.

Uppslit: Death Cab for Cutie - Soul Meets Body. ,,In my head there's a Grayhound station / where I send my thoughts to far-off destinations / so they may find a place where they're far more suited than here." Einhverstaðar hinumegin við reiðina og hatrið getur maður lagst niður í tilgerð og sagt sjálfum sér að heimurinn eigi mann ekki skilið. Best væri að taka pjönkur sínar og setjast að einhverstaðar þarsem enginn sér í gegnum mann. Með öðrum orðum þá er það hér sem ég segi ,,hún átti mig ekki skilið," og guðirnir veltast um af hlátri.

Lokaballið: Tom Waits - Innocent When You Dream (live in Seattle). Við göpum öll í kór. Einhver vitleysingur hefur fengið þennan helráma róna til að setjast við píanóið, fyllt vasana hans af konfettíi og hrint honum í gang. Hann syngur um leðurblökur í klukkuturnum og glötuð tækifæri, og ég veit það eitt að ég þarf drykk. Undir lokin syngjum við öll með: ,,It's memories that I'm stealing / But you are innocent when you dream." Í gegnum hausþoku ölæðis og ástarsorgar rámar mig í drauma um píanóleik og ég segi nýja besta vini mínum frá því, þessum sem ég var að hitta rétt áðan og man ekki hvað heitir. Nokkrum árum seinna á ég eftir að sjá Smoke og þekkja í henni lagið sem ég raulaði dagana eftir útskriftarballið.

Lífið eftir skólann: The Sounds - Don't Want to Hurt You. Trommuheili og dónaleg orð, ekki alveg kominn úr gelgjunni ennþá (hvernig sem á því stendur). ,,Give me an answer / But please don't tell me the truth." Ég er farinn að hallast að því að það sé enginn sannleikur þarna úti, og fer að fikta við rafmagnsgítarinn. Byrja að tala um pólitík án þess að fylgjast með henni að neinu ráði, bara afþví ég hef ekkert annað að gera.

Taugaáfall: The Mountain Goats - Absolute Lithops Effect. Ég missi út nokkrar vikur, vakna á baðherbergi í verslanamiðstöð og fer að heyra sögur af sjálfum mér. Ákveð að hlusta aldrei á The Mountain Goats aftur.

Bílamússík: Frank Zappa - Dinah-Moe Humm. ,,She strolled on over said 'look here, bum. / I've got a forty dollar bill says you can't make me cum. / You just can't do it." / She made a bet with her sister, who's a little bit dumb, / she could prove at any time that all men were scum. / I don't mind that she called me a bum / but I knew right away she was really conna cum. / So I got down to it." Í fullkomnum heimi væri þetta lag alltaf til staðar í bifreiðum merkurinnar. ,,Kiss my aura, Dora. Mmm, it's really angora. Do you want some more-a? Right here on the floor-a?" Allt löðrandi í kynlífi af sóðalegustu sort, rammskökk hljómborð líða yfir þungum takti og urmull af kvenfólki stynur í bakgrunninum. Þetta er það sem maður vill blasta útúm gluggann á Toyotunni á leiðinni niður Laugaveginn á föstudagseftirmiðdegi. Engin spurning.

Afturlit: The Futureheads - Robot. Afturlit.. til framtíðar? Lagið fjallar um vélmenni sem lifa skapara sína og vel það, en ryðga svo að endingu. Einum of peppað fyrir róleg rölt niður minningastíga, en grípur samt ágætlega pælinguna á bakvið endurlitið; að minnast þess sem maður hefur skilið eftir, og að dauðleikinn er það sem skilur menn frá saumavélum. Plús, rafmagnsgítarar.

Að ná aftur saman: The Mountain Goats - Orange Ball of Hate. Aldrei að segja aldrei. ,,When I notice that the radio is broken / I see you standing there in the dooraway soaking / the water drizzles off you down to the floor / and I say 'I don't want to live in New England anymore.' " Við gerum okkur bæði grein fyrir því að við hötum hvort annað ennþá, en við eigum þá allavega eitthvað sameiginlegt.

Brúðkaupið: The Walkmen - My Old Man. Ég veit ekki hvaða lúser hún fékk til að syngja í veislunni, en ég kem til með að berja hann í portinu á meðan frúin opnar pakkana á eftir. ,,And the morning is dim / Break it off with him" ?! Ég var að enda við að loka þessu, fjandinn hafi það. Jæja. Fall er fararheill.

Frumburðurinn lítur dagsins ljós: Three Dog Night - One is the Loneliest Number. Hún liggur með hana í fanginu og ég finn á mér að ég á ekkert í henni. Í þessari þrennd stend ég einn og sjálfur með lókinn í lófanum, og til þess að staðfesta karlmennsku mína fer ég á barinn að slást.

Lokabardaginn: Be Your Own Pet - Thresher's Flail. Sá er talinn heimskur sem mætir með hníf í byssubardaga, en hver kemur með gaddakylfu í barslagsmál? Nú, ég auðvitað. ,,I've never had this much fun [...] And tell me when I'm going to die." Trommurnar eru að flýta sér eitthvað og stelpan á sviðinu gólar útí loftið á meðan ég slengi kylfunni í mann og annan.

Dauðasenan: The American Analog Set - The Green Green Grass. ,,It hurts where you rule me / And the whole world / Can see through me." Að lokum er ég yfirbugaður af manni með stærðarinnar reglustiku. Hann rekur hana í bakið á mér og ég sé endann á henni stingast útum brjóstholið áður en ég líð útaf. Hljómborðstónar spólast afturábak á meðan ég man einhver andartök úr fortíðinni sem skiptu engu máli á sínum tíma.

Jarðarförin: The Futureheads - Danger of the Water. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur einhver fengið rakarakvartett til að raula yfir jarðarförinni minni. ,,I can not remember / The times we were together / Perhaps it's just the water / Pulling both of us under." Maður hverfur frá þessum heimi á einn eða annan hátt. ,,Hann drukknaði þó að minnsta kosti ekki.. ég meina, líkið er allént ekki týnt," segir einhver. Presturinn segir henni að halda kjafti. Bömmer.

Kreditlistinn: Daft Punk - Veridis Quo. Annað instrumental í hinn endann. Nokkuð gott. Öllu rafrænna samt: Hér hafa hljómborðin töglin og haldirnar, róbótar að spila sveiflandi en múlbundna tóna á útfjólubláa geisla bakvið svart einangrunarplast. Kyrrstaða sannleikans - Heimsins diskó. Fólk tekur símana sína af ,,silent" og leitar að bíllyklunum.

...

Það fór smá tími í þetta.. og þetta byrjaði svo vel, ég var hissa hversu mikil depurð og hatur slæddist inn þegar á leið. Tvö bönd með tvö lög á þessum annars stutta lista? Fáheyrt. Við erum að tala um allnokkur gigabæt af mússík.

Jæja.

Bíðum við.. hvað á myndin að heita? Segjum að það sé næsti titill.

Líð ég um

Úff.. mikið myndi ég ekki sjá þá mynd. (Hjálmar, lag nr. 7 á Hjálmar.)

Hann Danni á afmæli í dag, mánudag. Til hamingju með það Daníel. Nú erum við aftur jafngamlir.

-b.

Engin ummæli: