20 nóvember 2006

Zzz

Ég settist í þægilegan stól á bókasafninu rétt fyrir hádegi í dag og byrjaði að lesa í On Photograpy. Á móti mér settist stelpa að lesa eitthvað á rússnesku, og með rússnesk-danska orðabók við höndina. Hún setti lappirnar á borðið, sem ég vissi ekki að væri leyfilegt, svo ég apaði það eftir henni. Eftir smástund var ég sofnaður. Ég rankaði við mér endrum og eins, fann að ég var með opinn munninn, lokaði honum og sofnaði aftur.

Kannske dreymdi mig að ég væri hákarl að glefsa í sel.-b.

Engin ummæli: