21 nóvember 2006

Zirma

Ég er alltaf að skrifa Imaginary Cities í staðinn fyrir Invisible Cities sem er réttur og mun mun betri titill. En hér er ein frábær:
Travelers return from the city of Zirma with distinct memories: a blind black man shouting in the crowd, a lunatic teetering on a scyscraper's cornice, a girl walking with a puma on a leash. Actually many of the blind men who tap their canes on Zirma's cobblestones are black; in every scyscraper there is someone going mad; all lunatics spend hours on cornices; there is no puma that some girl does not raise, as a whim. The city is redundant: it repeats itself so that something will stick in the mind.

I too am returning from Zirma: my memory includes dirigibles flying in all directions, at a window level; streets of shops where tattoos are drawn on sailors' skin; underground trains crammed with obese women suffering from the humidity. My traveling companions, on the other hand, swear they saw only one dirigible hovering among the city's spires, only one tattoo artist arranging needles and inks and pierced patterns on his bench, only one fat woman fanning herself on a train's platform. Memory is redundant: it repeats signs so that the city can begin to exist.

Það sem ég fíla helst við þessa lýsingu eru ýkjurnar. Shouting, crowd, teetering,crammed, obese, suffering. Villidýrið er hamið af stelpuskjátu; flugskipin svífa í allar áttir og strjúka gangstéttina; heilu göturnar eru undirlagðar tattústofum, og hver einasta hefur kúnna í stólnum; lestirnar ganga neðanjarðar og hitinn þar er óbærilegur.

Lýsingin dregur athygli lesandans að endurtekningunni og hvernig hún skapar umhverfið sem við teljum okkur skynja. Í borgarumhverfi kemur saman mikill fjöldi af fólki en þeir einu sem þú manst eftir eru þeir sem öskra útí myrkrið, eða þeir sem hanga framanaf skýjakljúfum, eða stelpur með lífshættuleg gæludýr. Borgin inniheldur aragrúa af fólki sem fellur hvergi inní þetta skema, en það er ekki til þess fallið að skapa minningar, og minningar eru lífsnauðsynlegar borginni - einsog Calvino kemur oftar en einusinni að í bókinni.

En minnið kemur líka á móti borginni og ýkir þær myndir sem virka ekki nógu spennandi. Minningin um konuna með blævænginn á lofti á lestarstöðinni verður að sögu um svælandi hitabylgju sem lamar lestarsamgöngur neðanjarðar og múgur af feitum og sveittum kerlingum verður vitstola og ... svo framvegis. Fyrri myndin, sú rólega og saklausa, gæti verið hvaðan sem er. En sú síðari getur einungis átt sér stað innan borgarinnar. Og það er þannig sem maðurinn vill geta sagt söguna: hversu brjálað þetta sé allt í borginni, með öskrandi betlurum og villidýrum og sjóurum með blóðug húðflúr.

Mér finnst þetta skemmtileg pæling vegna þess að lygar fara alveg einstaklega mikið í taugarnar á mér. En ég þekki fólk sem gerir mjög mikið af því að ljúga, og það angrar mig að geta ekki notið þess almennilega að heyra það fara með sögur eða þessháttar, þarsem ég veit að það er að öllum líkindum ekki að segja mér satt. Það er samt tvennt í þessu: Í fyrsta lagi er þetta fólk jafnframt það sem segir gjarnan bestu sögurnar. Sem er leitt, en frekar rökrétt ef maður spáir í því. Í annan stað hef ég lent í því oftar en einusinni að einhver segir frá atburðum þarsem ég var til staðar, kem jafnvel við sögu, og segir rangt frá. Maður hlýtur að spyrja hvort þetta sama fólk geri sér grein fyrir því að það sé að fara með rangt mál. Er minnið sjálft að tína út og ýkja upp atriði sem gera söguna athyglisverðari, meira spennandi? Og ef svo er, hvað liggur þá að baki?

Og það sem ég velti helst fyrir mér er hvort allir aðrir geri sér grein fyrir þessu kerfi, og láti sér fátt um finnast. Getur verið að ég sé eini maðurinn sem er bara ekki að gúddera gangverkið?

Lýsingin á Zirmu segir mér að það gæti bara vel verið. Ég er einsog ferðafélaginn sem leiðréttir sögumanninn og rænir mongólska höfðingjann sögunni sinni.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjössi! Fæ ég blaðsíðutal á þessa tilvitnun?
-ingi

Björninn sagði...

Mér finnst það nú ekki nauðsynlegt, og jafnvel ekki samrýmast tóni bókarinnar, en hvað gerir maður ekki fyrir Inga. Blaðsíða 19 er það. Í minni útgáfu a.m.k.

Guð forði þér annars frá því að koma með athugasemd um sjálft umfjöllunarefnið?

Hmpf.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu þessi bón var sett fram af fullkomnum eiginhagsmunum. Sá fyrir mér að ég gæti notað þennann kafla í greinina sem ég er búinn að vera með á heilanum í 9 mánuði. Ég uppgötvaði hinsvegar um leið og ég var búinn að pósta þetta komment að ég skilaði blessaðri greininni í umbrot á fimmtudaginn var. Hún er sem sagt kominn á fæðingardeildina og of seint að ætla að hræra eitthvað í henni úr þessu.
Ég bað um blaðsíðutal til að létta mér leitina. Las annars téða bók í vor, eins og þú kannski manst, í tengslum við umrædda grein. En tókst ekki að hnjóta um þennann kafla.
Samhengið sem þú settir kaflann í opnaði augu mín. Og ástæðan fyrir því að ég kom ekki með athugasemd við umfjöllunarefnið sjálft er blátt áfram sú að ég hef engu við að bæta! Tek undir og gúdder gangverkið alls ekki alveg.
-ingi

Björninn sagði...

Jú, það er nú ástæðan fyrir því að ég vissi yfirhöfuð hvaða bók þetta var þegar ég rakst á hana í sjoppunni um daginn. Gott pimp.