Einhver flón ætla að koma Preacher á HBO. Flón segi ég, vegna þess að allt sem þetta fólk hefur gert hingað til er tómt drasl. Daredevil? Fyrsti þátturinn af Melrose Place? Grumpier Old Men?? Djís. Og ég býst ekki við neinum rósum frá Ghost Rider. Tisk.
Samt sem áður finnst mér þetta vera góðar fréttir. Ég hafði gaman af Preacher á sínum tíma, en varð að endingu fyrir miklum vonbrigðum, þannig að þetta er bók sem mér þætti gaman að sjá möndlað uppá sjónvarpsskjá en er jafnframt slétt sama um hvernig tekst til. Ef það verður gaman af þessum þáttum þá er það fínt. Og ef þeir klúðra þessu algerlega.. ja, hverjum er ekki sama? Þetta er bara Preacher. Það er ekki verið að slátra neinum helgum beljum fyrir mér, einsog From Hell eða League of Extraordinary Gentlemen. Aftur.
Ennfremur, ef svo ólíklega vill til að þeir gera eitthvað af viti OG þættirnir verða vinsælir, þá gæti skapast grundvöllur fyrir samskonar aðlaganir á öðrum (e.t.v. betri) myndasögum. Sem væri náttúrulega besta mál. The Invisibles? The Filth? Torso eða Powers? Þá værum við farnir að tala saman. Á ljúfu nótunum. Félagi.
Æ fjandinn, mig langar nú til að renna í gegnum fyrstu tvær bækurnar aftur.
Annars hlaut að koma að því. Ég er orðinn veikur. Hósti, þykkildi í höfðinu. Og helvítis sjoppurnar hérna við hliðina vilja ekki kannast við nýju Tom Waits plötuna. Mánaðarmótin að renna upp og ég er búinn að vera alltof latur við lestur. Minnumst ekki á skriftir.
Þá er gaman að spila Catan. Á MSN Games má finna prufu-útgáfu af leiknum, og svo er ég með textaskrá á heimasvæðinu mínu þarsem finna má netfang og reg-kóða sem maður slær inn til að geta spilað þessa prufu-útgáfu.. tja, endalaust. Býst ég við. Maður getur ekki spilað við alvöru fólk í gegnum netið einsog í java-útgáfunni sem við spiluðum um árið, en þessi lúkkar mun betur. Og maður þarf ekki að vera tengdur við netið.
-b.
Samt sem áður finnst mér þetta vera góðar fréttir. Ég hafði gaman af Preacher á sínum tíma, en varð að endingu fyrir miklum vonbrigðum, þannig að þetta er bók sem mér þætti gaman að sjá möndlað uppá sjónvarpsskjá en er jafnframt slétt sama um hvernig tekst til. Ef það verður gaman af þessum þáttum þá er það fínt. Og ef þeir klúðra þessu algerlega.. ja, hverjum er ekki sama? Þetta er bara Preacher. Það er ekki verið að slátra neinum helgum beljum fyrir mér, einsog From Hell eða League of Extraordinary Gentlemen. Aftur.
Ennfremur, ef svo ólíklega vill til að þeir gera eitthvað af viti OG þættirnir verða vinsælir, þá gæti skapast grundvöllur fyrir samskonar aðlaganir á öðrum (e.t.v. betri) myndasögum. Sem væri náttúrulega besta mál. The Invisibles? The Filth? Torso eða Powers? Þá værum við farnir að tala saman. Á ljúfu nótunum. Félagi.
Æ fjandinn, mig langar nú til að renna í gegnum fyrstu tvær bækurnar aftur.
Annars hlaut að koma að því. Ég er orðinn veikur. Hósti, þykkildi í höfðinu. Og helvítis sjoppurnar hérna við hliðina vilja ekki kannast við nýju Tom Waits plötuna. Mánaðarmótin að renna upp og ég er búinn að vera alltof latur við lestur. Minnumst ekki á skriftir.
Þá er gaman að spila Catan. Á MSN Games má finna prufu-útgáfu af leiknum, og svo er ég með textaskrá á heimasvæðinu mínu þarsem finna má netfang og reg-kóða sem maður slær inn til að geta spilað þessa prufu-útgáfu.. tja, endalaust. Býst ég við. Maður getur ekki spilað við alvöru fólk í gegnum netið einsog í java-útgáfunni sem við spiluðum um árið, en þessi lúkkar mun betur. Og maður þarf ekki að vera tengdur við netið.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli