02 nóvember 2006

Morðingjar

Killers tónleikarnir í gær voru bara þrusugóðir. Upphitunarböndin voru frambærileg og Morðingjarnir sjálfir gáfu fólkinu það sem það vildi. Við Ýmir tróðum okkur eins nálægt sviðinu og við mögulega gátum einsog sjá má á þessari mynd:


Það er náttúrulega vitað mál að síminn minn tekur ömurlegar myndir, en það er samt fílíngur í gangi hérna.

Ég tók mynd af þessari tilkynningu í dyrunum:


..sem segir að um leið og ég stíg innfyrir hússins dyr þá megi MTV taka myndir af mér og sjónvarpa einsog þeim dettur í hug, jafnvel selja þær öðrum. Sem mér finndist eðlilegra ef þeir væru að kosta draslið, en ég borgaði slatta fyrir þessa miða. Hvað um það. Restin er síðan þeir að fría sig ábyrgð á slysum og skemmdum eigum, sem er ósköp normalt. Égmeina, þeir kalla sig jú morðingjana. En hverskonar slys geta annars hlotist af því að einhver taki mynd af manni?

-b.

Engin ummæli: