01 desember 2009

Það kemur mér mjög á óvart að sumir skuli fá meiri peninga en aðrir

Nánast hílaríus: Feisbúkk hóparnir Verjum sjómannaafsláttinn og Burt með sjómannaafsláttinn. Í þeim fyrri eru sjómenn og meðhjálparar sem segja ,,Hefur þú verið á sjó? Þú ættir að prófa að fara á sjó og koma síðan aftur og bla bla bla." og ,,Alþingismenn eru með dagpeninga."

Ég bíð eftir Alþingismanninnum sem barmar sér og segir ,,Hefur þú setið á Alþingi? Þú ættir að prófa að sitja á Alþingi og koma síðan aftur og bla bla bla."

Ég veit ekki betur en að það sé bitist um bæði þessi störf. Spurningin hvort þeirra býður uppá stærri bónusa eða afslætti er langt, langt útaf korti. Ef við gætum nú öll bent á Alþingismenn til að sýna framá að við verðskuldum líka sérmeðferð eða meiri péning, og ætlast til þess að einhver taki mark á okkur..

Og seinni hópurinn. Mig langar að spyrja hvort sá tappi hafi ekkert betra að gera, en það er kannske ekki hægt að krítísera fólk fyrir það þessa dagana.. Þá bara fyrir þetta innlegg frá manni sem mér skilst að sé sjómaður:

,,Hefur þú verið á sjó drengur,ef ekki ættir þú að prófa það og sjá svo til hvað þú myndir segja,það ætti að hækka sjómannafslátinn,við sjómenn vinnum erfiðustu vinnu sem finnst á íslandi,auk þess erum við lengi frá konum okkar og börnum og á sjó í öllum veðrum og aldrei með sléttan flöt undir fót,þið ættuð að skammast ykkur fyrir að segja svona..."

Að kalla mann, sem er litlu yngri en þú sjálfur, ,,dreng" og segja honum að skammast sín vegna þess að þú ert ósammála því sem hann segir.. Það gerist bara litlu betra en það.

Jú jú jú, það er þessi bakkafulli lækur og ég er að bera feisbúkk athugasemdir í hann. Só vott. Þetta er minn lækur.

-b.

Engin ummæli: