11 maí 2009

Já sjómennskarinn

Ég fór í búð á laugardaginn og fékk ný gleraugu. Ég hafði pantað samskonar umgjörð og þá sem fór í mask í Lundúnum, hún var komin síðustu helgi en ég hafði ekki tíma fyrren þessa helgi. Ég fór í sjónmælingu og mældist með eitthvað aðeins breytt síðan síðast.. mínus núll komma sjötíu og fimm held ég, og einhver sjónskekkja. Ég veit reyndar ekki hvort ég kaupi það, mér líður undarlega þegar ég horfi í gegnum þau.. ekki einsog þau sem ég átti áður, sem virkuðu mjög eðlilega.

Kannske er þetta spurning um að venjast þeim. Ég þyrfti að fara í bíó og prófa þau þar. Star Trek myndin?

Svo kíkti ég austur á Selfoss um helgina, drakk bjór með Halli, Hafsteini og Bjarka, frændunum þremur. Við fórum á 800, sem var ekki hræðilegt og kom mér á óvart. Daginn eftir var ég veikur af þynnku, afrekaði lítið annað en að borða pönnuköku með rjóma og hlusta á Steingrím og Jóhönnu. Kengboginn.

Svo horfðum við Nanna á Miller's Crossing í gær, eftir að hafa séð vísað til hennar í American Dad. Mm góð mynd.

Ég er eiginlega hættur að skrifa eitthvað hér. Þrennt annað hefur komið til, það er facebook, twitter og dagbókin mín rauða. Sem eru deilitól, hugstormsíritunartól og raus-um-daginn-í-dag tól. Það er mögulegt að eitt eða fleira af þessu detti út, hvað veit maður. En ég virðist vera eitthvað annað að hugsa þessa dagana.

Síðasta vika og vel það fór í ritgerð. Þ.e.a.s. ég hafði verið að hugsa um hana og lesa eitt og annað þangað til, en var alla síðustu viku að skrifa. Með vinnu, sem jókst alltíeinu þegar Yngvi frændi fór í upplestrarfrí, og ræktinni auðvitað. Ég er búinn að vinna slatta á þessu tímabili, tæplega 45 yfirvinnutímar á móti 21 í mínus. Ég held það hafi sjaldan verið meira.

Ég borðaði semsagt heima á Heiðarveginum laugardagskvöldið og spjallaði eitthvað við hjónin yfir glasi. Ég minntist á það að ég væri að fara Laugaveginn í sumar og væri alltaf á leiðinni að kaupa mér skó. Mamma sagðist eiga skó. Ég mátaði par sem hún hafði keypt handa Sigþóri og voru aðeins of litlir á hann, þeir pössuðu fínt. Svona borgar sig að fresta hlutunum, ég hef ætlað að koma mér í þessi skókaup lengi lengi. Maður þarf víst að vera búinn að ganga þetta til.

Síðast þegar ég fór þá gekk ég í ullarsokkum og vinnuskóm. Með stáltá. En þá var ég ungur, búhú.

Fullt að gera í vinnunni alltíeinu?

-b.

Engin ummæli: