05 júní 2009

Ahh, lu franz

Óvíst er með framhald raunveruleikaþátta í Frakklandi eftir að Hæstiréttur þar í landi dæmdi þremur keppendum í Eyju freistinganna (e. Temptation Island) í hag. Keppendurnir kröfðust bóta þar sem ekki voru gerðir við þá launþegasamningar og á kröfuna féllst rétturinn.

Hverjum keppanda voru dæmdar ellefu þúsund evrur í bætur, eða um tvær milljónir króna, fyrir vinnuframlag sitt í þágu þáttarins. Var þar um að ræða laun samkvæmt kjarasamningum, yfirvinnu, orlof og bætur fyrir að vera sagt ólöglega upp, þ.e. brottrekstur úr þættinum.


Það að vera sparkað úr raunveruleikaþætti fyrir lélega frammistöðu eða hvað sem stjórnendunum dettur í hug yfirleitt, er ólögleg uppsögn. Það er hreint út sagt æðisleg túlkun. Bravó Frakkland.

-b.

Engin ummæli: