Ég er kominn aftur úr Laugavegsgöngu og síðan eru liðnir nokkrir dagar. Gangan var góð, gekk fínt. Ég er alltaf á leiðinni að setja inn myndir eða eitthvað en ég bara hef ekki tíma. Og mér finnst kjánalegt að skrifa það niður að ég skuli ekki hafa tíma. En þannig er þetta.
Ég er enn að lesa Barrokk sveiginn, búinn með sex bækur af átta. Fór á Harry Potter og Blendingsprinsinn í bíó og ákvað að tékka á þessu Potter dóti í framhaldi af því.. Eru það mistök? Hef ég nóg að lesa núþegar? Þetta eru spurningar sem alþjóð heyrir. En hljóðbækurnar sem Stephen Fry les geta nú ekki verið slæmar.
Alltof mikið að gera í vinnunni skal ég segja þér.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli