"I'm worried something'll happen to 'em before we can turn 'em into real money."
"What is 'real' money, Jack? Answer me that."
"You know, pieces of eight, or, how d'you say it, dollars--"
"Th -- it starts with a T but it's got a breathy sould behind it -- 'thalers.'"
"D-d-d-dollars."
"That's a silly name for money, Jack -- no one'll ever take you seriously, talking that way."
"Well, they shortened 'Joachimsthaler' to 'thaler,' so why not reform the word even further?"
Neal Stephenson, Quicksilver bls. 414.
Þetta er svo þungt! Afhverju ertu að lemja mig með þessari þungu kylfu þinni, Stephenson? Ertu hræddur um að ég nái þessu ekki?
Það sama var uppi á teningnum með nafnbreytinguna New Amsterdam - New York. Ha ha, það kemur aldrei neinn til með að kalla hana New York, það er fáránlegt. Áts. Hættu þessum barningum Stephenson! Þeir eru þungir veistuekkihvað.
Mér finnst upplýsingarnar sjálfar athyglisverðar. Ég vissi ekki að orðið ,,dollar" væri komið af ,,Joachimsthaler". En það eru til settlegri leiðar en þessi margþvælda fortíðar-írónía, þarsem það fáránlega í augum sautjándu aldar fólks er það sem við teljum sjálfsagt. Að gefa í skyn að aðalpersónan sé á undan sinni samtíð eða þvíumlíkt vegna þess að hún dettur niður á orðin sem við notum í dag. Blarg.
Þetta eru smávægilegir annmarkar á annars þrælfínni bók. En það var ekkert þessu líkt í Cryptonomicon og ég tók einmitt eftir því þegar ég var að lesa þá bók, þar voru næg tækifæri til þess. Mér fannst það klassi. En hérna dettur Stephenson í gryfjuna oftar en einusinni.
Æja.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli