11 júní 2009

Reis stirður upp á fjórða degi

Jæja ég er kominn afur í vinnuna. Mætti reyndar ekki fyrren á hádegi, en ég er jú á kvöldvakt. Ég var rúmfastur á mánudeginum, snarskánaði á þriðjudagskvöldi og var farinn að teygja á bakinu og ganga um nokkuð eðlilega seinnipartinn í gær. Bless íbúfen.

Ég leitaði að færslunum hér á liðhlaupinu frá því þegar svipað dæmi kom fyrir útí Köben, þá var ég einmitt orðinn temmilegur á fjórða degi. Þar þurfti ég reyndar ekki að fara neitt eða mæta neinstaðar nema mig langaði til þess, svoleiðis að það skipti ekki eins miklu máli.

Ég er búinn að lesa slatta, horfa á smá star trek og leysa krossgátur. Ef þetta voru maí-júní veikindin árlegu þá hef ég sloppið nokkuð vel, sjö níu þrettán. Nanna er að vísu komin með einhverja pest, hita og læti.. ég finn ekki fyrir neinu. Ennþá.

Fríhelgi sem ég veit ekki hvað ég á að gera við.

Fara kannske niður á bókhlöðu og tékka á ritgerðum?

Og mig vantar Seaguy!

-b.

Engin ummæli: