22 nóvember 2006

Sim og Cer

Viðtal við Dave Sim á poddkastinu ,,Indie Spinner Rack". Sim er spurður um það hvort hann hafi fundið til með söguhetjunni sinni þar sem hann deyr í lok síðasta heftisins af Cerebus. Onei:
Gaur að taka viðtal: As far as the end of Cerebus, did you have any feelings of sadness for the character as he was in such a bad state near the end, as he was dying, did you..

Sim: [hlær] No no!

Gaur að taka viðtal: He got what he deserved?

Sim: Man, you know, it's like you can take all the black crate paper down from the studio, you know, there's no mourning, no unhappiness, it's like thank god the little gray bastard is dead. It's over and done with. No.. no sentimental attachment. You know, it's.. it's been a blast but don't let the door hit you in the ass on the way out.

Fyndið að heyra gaurinn tala, þarsem maður hefur áður bara lesið það sem hann skrifar. Og hann hljómar alls ekki eins grimmur og dán einsog í viðtölunum sem voru tekin við hann þegar hann kláraði bókina. Já og nú veit ég að hann, einsog allir aðrir, ber nafnið fram ,,Serebus." Sem mér finnst hræðilegt. Og rangt.

Ég las einhverstaðar fyrir ekki svo löngu síðan að þeir Gerhard eru báðir dánir verði Cerebus, einsog hann leggur sig, settur í almannaeign. Sem meikar sens, þarsem Sim rekur sjálfur útgáfufyrirtækið og á ekki fjölskyldu (að því er best ég veit). Maður spyr sig hvað myndi gerast ef þeir dæju báðir frá þessu án þess að gera neinar ráðstafanir.. líklega einhverskonar erfðardeilur á milli fjarskyldra ættingja. En þetta finnst mér góð hugmynd. Hver sem er getur notað filmurnar, eða einhverskonar stafræn arkív, til að prenta sínar eigin Cerebus bækur, rétt einsog staðan er með Robinson Crusoe eða Laxdælu. Ennfremur getur hver sem er notað persónur bókarinnar í hvað sem þeim dettur í hug. Sjá:
Sim: That's going to make for a.. you know, interesting levels of hypocricy. You know, people are going to be saying ,,we're pretty sure that Dave Sim would have approved this animated Cerebus cartoon. We think Dave would have loved this. Fortunately he's dead and won't be able to say 'No, I never wanted there to be a Cerebus movie'."

En þeir ætla samt að láta vaða. Og mér finnst það svalt.

...

Ég fann loksins apótek til að skipta út þessum bannsetta lyfseðli. Fyrir rest. Takk Ýmir fyrir að gefa mér ekta leiðbeiningar. Fyndið: Það kostaði mig ekki krónu að fara til læknis hérna, en lyfin er miklu dýrari!

Nei annars, það er ekkert fyndið. Það er grátlegt. Og ég hata peningana sem ég þurfti að rétta yfir borðið. Afhverju fóru þeir frá mér? Ég hefði getað notað þá til að kaupa mat, glingur og kerlingar.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Minnsta málið.

-Ýmir.