04 desember 2006

Té mínus þrír dagar - Homicide og Seven Soldiers

Það var síðasta vetur sem ég rakst á Homicide: Life on the Street þætti á piratebay. Ég man hreint ekki hvort ég var að leita að þeim sérstaklega, eða bara að krúsa, en ég sótti fyrstu seríuna og var alveg gáttaður á því hvað þetta var gott sjónvarp. Fór á amazon og þeir áttu þættina til á dvd, en þeir kostuðu hönd og fót. Þeir gera það reyndar ennþá, en nýverið kom út ofurpakki, allar þáttaraðirnar, sjö talsins, og sjónvarpsmyndin sem lokaði draslinu fyrir rest (en hún hefur ekki verið fáanleg á dvd áður, að því mér skilst). Og hann kostar hundrað og fimmtíu dollara, tæpum þrjátíu dollurum ódýrari en fyrra pakkatilboð á 1. til 4. þáttaröð, sem er á hundrað og áttatíu.

Ég var að spá í að skella mér á þetta, en hætti við. Vegna þess að eftir þriðju seríu þá fara þessir þættir snarversnandi. Fjórða var la-la og allt eftir það hrikalegt (a.m.k. miðað við það sem fór á undan). Maður getur semsagt tekið góðu bitana fyrir sirka níutíu dali, og eytt restinni í annað gott sjónvarp. Einsog Deadwood, til dæmis. Eða The Wire, sem ég hefði vísast ekki litið við, hefði ég ekki sótt Homicide og lesið bókina hans David Simons í áframhaldi.

..Þessar efnisgreinar voru mjög tilgangslausar. ,,Ég sá eitthvað á amazon og ákvað að kaupa það ekki."? Jæja. Það er nóg pláss á netinu.

Stutt klippa af Simon að tala um Homicide.

Ég renndi í gegnum fyrstu tvær seríurnar af Six Feet Under og þær eru aaansi gei.

Og Spooks missti taktinn eftir aðra þáttaröð. Helvíti leitt.

Ég kem heim á fimmtudaginn, og tek með mér danskan jólabjór og slatta af Russian Earl Grey fyrir mömmu. Búinn að gera allt sem ég þarf að gera nema að borga leiguna og pakka. Á morgun er Ýmir að flytja suður í siðmenninguna og ég ætla að ljá hjálparhönd. Einsog maður gerir. Í kvöldmatinn er kjúklingapasta. Annars er ekkert.

Jú ég kláraði Seven Soldiers. Nennti ekki að bíða eftir bókinni og sótti restina á netið. Ég held ég þurfi samt að fá bókina í hendurnar áður en ég tjái mig eitthvað frekar um söguna. Frekar undarlegur endir á henni.. einsog maður mátti búast við, náttúrulega. En mér skilst á nokkrum gagnrýnendum að Morrison hafi þurft að skera upphaflegt handrit sitt að lokakaflanum niður um helming. Og það sést. En samt spurning hvort það sé fatli í sjálfu sér. Miniseríurnar voru á heildina góðar, en Mister Miracle fannst mér hreint út sagt leiðinlegur. Óspennandi saga og stirðar teikningar, og greinilega verið að byggja á einhverri forsögu um ,,The New Gods", sem ég kannast sama sem ekkert við. Zatanna var fín, Klarion æðislegur og Frankenstein nokkuð glúrinn. Kom mér á óvart.

En ekki orð um það meir. Ég vil sjá þetta á pappír. Ef þið viljið lesa gagnrýnisgreinar um bókina, sem eru uppfullar af spojlerum, þá eru þær hérna, hérna, hérna og hérna, og svo er hér viðtal við Morrison um dæmið.

-b.

Engin ummæli: