06 desember 2006

,,I'm leaving, on a jetplane.."

Síðasti bjórinn í dalnum:Þarna má einnig sjá vekjaraklukkuna mína, nýju moleskine skrifbókina, stólinn sem ég stal úr eldhúsinu, úlpuna sem ég hengdi á bakið á honum, og handklæðið sem ég setti í sætið svo það væri þægilegra að setja fæturnar uppá það. Ég er að fara að kaupa allskonar á vellinum. Smá viskí handa sjálfum mér.. Er það sturlun að vilja kaupa tíu þúsund króna viskíflösku? Algerlega. En fjandinn, mig langar allavega að smakka það. Læt mér nægja að versla eitthvað aðeins hversdagslegra.

Meira breskt spæjó. Í fjórðu þáttaröð er Spooks orðið skopstæling á sjálfu sér. Hátæknikjaftæði komið upp úr öllu valdi og trúverðugleikinn um leið farinn niður fyrir núllið. Búið að skipta öllum gömlu jöxlunum út og þessir nýju búnir að lesa bókina Hvernig vera skal góði gaurinn í sjónvarpsþætti átta sinnum, sirka. Á milli sex og tíu sinnum allavega. Fyrsti staðgengillinn kom til sögunnar einsog skrattinn úr sauðaleggnum, næstu tveir voru neyðarlegir, og núna síðast eru þeir bókstaflega farnir að ráða fólk utanaf götunni. ,,Hei, þú ert ljóshærð og yngri en tuttugu og þriggja, viltu koma að vinna fyrir leyniþjónustuna?"

Og klisjurnar. Guð minn góður, klisjurnar.

En á einhverju rölti rakst ég á Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem er bresk sex þátta mínísería frá '79. Það er að silast inn núna.

Ég var næstum búinn að gleyma fartölvubatteríinu inní skáp. Helvítis klúður hefði það verið.

Listi yfir tíu myndasögur:

. Seaguy
. The Invisibles
. The Filth
. Stray Bullets
. Cerebus (Allt framað Latter Days, og ég hef ekki lesið Guys)
. Queen and Country
. Powers
. Nextwave
. Casanova
. Watchmen

Þarna eru þrjár af tíu svarthvítar. Og ég minnist ekki einusinni á Torso eða From Hell. Andskotann ætli mann vanti liti til að gera myndasögu?

-b.

Engin ummæli: