06 desember 2006

I Danmark, annar hluti

Þetta verður hundrað og þrítugasta færslan síðan ég lenti í Danmörku. Ég veit það vegna þess að ég var svo forsjáll að númera þá fyrstu sem ég skrifaði. Fínt að rúna þetta aðeins af áður en maður flýgur aftur. Þá er hér topp fimm listi yfir hversvegna það ætti að vera gott að koma aftur til Íslands:
  • Fólk skilur hvað ég er að segja.
  • Ég skil hvað fólk er að segja.
  • Það er ekki jafn mikið af fólki úti á gangstéttunum að þvælast fyrir mér.
  • Malt jólabjór
  • Vatnið úr krananum

..fyrir utan það náttúrulega að á Íslandinu er fullt af fólki sem mig langar að hitta. Þetta er meira svona á yfirborðinu. En vatnið maður. Sjís. Það verður súper.

-b.

Engin ummæli: