19 desember 2005

Kukl frá Davíð

Ég er undir beinum áhrifum (og í raun pressu) af Darbó þegar ég endurtek þessa afarkosti. Þó ég búist sosum ekki við að margir svari.. en ef þið kommentið lofa ég semsagt að:

# Skrifa eitthvað handahófskennt um ykkur.
## Viðurkenna hvaða lag/bók/mynd ég tengi við ykkur.
### Upplýsa hvaða bragð/lykt minnir mig á ykkur.
#### Rifja upp fyrstu skýru minninguna um ykkur.
##### Segja ykkur hvaða dýr þið minnið mig á.
###### Spyrja ykkur að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér.
####### Og ef þið setjið nöfn ykkar inn eruð þið skuldbundin til að setja þetta á bloggin ykkar.

Endir.

-b.

6 ummæli:

Björninn sagði...

Ööö Már þú veist hvað klukkan slær. En þér virðist vera alveg sama því þú mætir iðulega of seint í allskonar.

Ég tengi kvikmyndina Terminator 2 (eða T2) ófrávíkjanlega við þig.

Túnfiskur.

Vó.. hvað er ég að koma mér í.. Jú ætli það sé ekki úr einhverri afmælisveislunni heima hjá þér þegar við vorum strákar. Gamla gamla daga.

Dýr? Nei þetta er heimskulegt. Jú þú minnir mig á órangútaninn sem er á plaggatinu sem ég tók mynd af þér við í kaupmannahafnardýragarðinum.

Hvað varð um öll sólgleraugun þín?

Nafnlaus sagði...

Hó ég líka!
Nema hvað ég er bloggsíðulaus svo ég slepp undan síðustu kvöðinni hehe.
-ingi

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég!

Björninn sagði...

Hei Lára. Ég veit ekki, fólk er alltaf að tala um þig en ég er samt engu nær.

Kvikmyndin þín er scared/sacred. Ég er reyndar ekki viss um að þú hafir verið í salnum með okkur þegar við fórum á hana, en þannig er það í minningunni. Skrýtið hm?

Rauðvín.

Lemúr?

Oooooog hefurðu einhverntíman drukkið ilmvatn eða rakspíra í óheiðarlegum tilgangi?

Björninn sagði...

Hei Ingi. Ég býst við að ég hafi borðað meira pasta með þér en nokkrum öðrum manni. Fjöll af pasta hafa runnið til sjávar millum okkar.

American Psycho, bókin ekki myndin.

Meira rauðvín.

Ég er nú svo heppinn að eiga myndir af fyrsta fundi okkar, en það var þegar við Danni vorum í heimsókn hjá Frikka á Miklubraut og þú komst við með geisladisk með þessum gaur þarna.

Ég skil ekki þetta dæmi, afhverju ætti ég að hafa velt einhverju fyrir mér í lengri tíma án þess að hafa spurt að því? Og ef ég hef ekki gert það núþegar, væri þá ekki fokking góð ástæða fyrir því?
Ég hef ekkert til að spyrja að. Segjum þetta: kanntu að hnýta snöru? ég kann ekki að hnýta snöru en kannske kannt þú það.

-----

Já og ég gleymdi þessu hjá henni Láru. Fyrsta minningin hefur eitthvað að gera með að ég mundi ekki hvað þú hést eða ruglaði nöfnunum tveimur.

Björninn sagði...

Jó Davíð. Ég sá þig nýklipptan í gær og það kom mér á óvart.

Sleeper. Leit fyrst í hana hjá þér einhverntíman. Góða bók.

Hvítrússi.

Það hefur verið einhverntíman í gamla landinu. Sá ég þig ekki bara einhverntíman á labbinu með Má? Kannske ekki svo skýr minning það, en ef skýrleikinn er höfuðatriði þá erum við farnir að tala um síðasta ár eða eitthvað. Ég man ekkert.

Sebrahestur.

Hei hvað er málið með málfrelsið? Sumir vija meina að það sé eitthvað í líkingu við 'Party for your right to fight' en þá segi ég hei, ég hlusta ekki á svona lagað..?