14 desember 2005

Viðbót:

Las þetta komment á slashdot.org: ,,Any person who has not created at least one new word in his/her lifetime lacks plachoritence, IMO."

Ég hægrismellti á orðið og fletti því upp í tfd.com einsog flón. Meira flónið.

Annars var ég að fá mér Session saver viðbótina fyrir Eldref. Snilld. Ég er alltaf að finna einhverjar síður, greinar eða bara eitthvað djók, sem ég hef ekki tíma til að klára eða skoða betur þá stundina. Hingaðtil hef ég smellt svoleiðis í búkkmarka og gleymt síðan að tékka á þeim þangaðtil miklu seinna og gleymt svo að hreinsa þá úr búkkmörkunum þegar ég er búinn að lesa draslið og ákveða að það er í rauninni bara blaður sem kemur mér ekkert við.. En núna?

Núna get ég bara lokað eldrefnum. Bara svona: *klikk*. Next exit: Beerville. Og svo þegar ég kem aftur að tölvunni og kveiki á gaurnum þá koma upp allar síðurnar sem voru þar þegar ég slökkti. Hann heldur meira að segja staðsetningunni á síðunni sjálfri!

Þetta á víst að vera til þess að bjarga drasli ef vera skyldi að Windows eða tölvarinn þinn krassar, þér að miklum óvörum. Sem er náttúrulega mjög fallega hugsað. En svona gaurar einsog ég, sem þjást af æ meiri leti þegar kemur að netinu (ég var að hugsa um það síðast núna áðan að ég þyrfti að fá takka, svipaðan proxy-button gaurnum (sem svissar proxy-stillingunum af/á með einu klikki (snilld)) til að slökkva/kveikja á adblock-viðbótinni) njóta þessa líka.

Hei vá, ég prófaði að loka þessum glugga, og þegar ég opnaði gaurinn aftur þá var textinn ennþá til staðar. Fokking magnað.

Það er reyndar ekki hægt að velja ,,undo close tab" og fá upp flipa sem maður lokaði áður en slökkt var á eldrefnum.. Og mér sýnist ennfremur að ef maður lokar, opnar aftur og lokar síðan strax þá komi draslið ekki aftur. Ætli maður verði ekki að sýsla eitthvað í gluggunum til að hann muni eftir þeim. Gæti verið.

Æ jæja, þetta var ekki svo mikilvægt hvorteðer.

-b.

Engin ummæli: