02 desember 2005

Og refurinn kallaði ,,eldur"

Góða hugmynd. Farðu á djammið með nýju klærnar þínar, sem skjótast framúr ermunum og eiga eftir að hafa augað úr einhverjum..

Aðeins meira vesen á netinu hjá karlinum í dag. Helvítis proxy-serverinn hjá hi bara með kjaft. En núna er allt komið í lag aftur og ég get farið að grúva með nýja eldrefnum aftur. Já og nýju viðbótunum, sem eru náttúrulega ofursexí.

Stumbleupon er eitthvað sem ég hékk í langt framá nótt í gær, og þar fann ég m.a. þetta dót hérna fyrir ofan.

foXpose gerir manni kleyft að búa til litla thumbnaila úr flipunum sem eru opnir þannig að maður getur litið yfir þá og klikkað á einn til að opna.. Voða kúl, en kannske ekki rosa notadrjúgt. Veit ekki, það kemur í ljós.

Fasterfox virkar svipað og önnur viðbót sem ég var með áður en henti.. eða það breytir stillingunum þannig að gaurinn verður mun hraðari, leyfir manni að nýta háhraða-nettenginguna mun betur. Rosa grúv, það.

..og svo halda adblock og tab clicking options auðvitað áfram að rokka katspað. Skemmtilegur fídus í Eldref 1.5 að það er hægt að færa flipana til og frá á ránni.. enn og aftur efast ég um notagildið, en hva. Gaman að þessu.

Net net net.

-b.

3 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Lúðalegi gaur!...sko Wolverine náunginn.

Björninn sagði...

Hæ Davíð! Þú ert annar maðurinn sem kommentar á þessari síðu. Það gerir mig ofsaglaðan!

!!

En já, hann er nörd. Samt nokkuð afrek.. ég hefði allavega varla getað búið svonalagað til. Held ég.

..kannske er bara ein leið til að komast að því?(?!?!?!!?) ? ! (?!)

Már sagði...

hey mér vantar setöppið fyrir nýja eldrefinn. húkkað mann upp með ketsba?