27 desember 2005

Sofandi þreyttur

Leiðinlegustu draumar í heimi eru þegar mig dreymir að ég sé svo þreyttur að ég get ekki haldið augunum opnum. Datt útaf áðan yfir kastljósinu og mig dreymdi að ég væri að sofna í viðtali í einhverjum álíka spjallþætti. Tók einstaka sinnum á honum stóra mínum, glennti augnlokin í sundur og reyndi að opna pakka sem lá á borðinu handa mér. Stórt umslag sem innihélt frekar stóra tölu (sirka 20 sentimetrar í ummál) og ég hugsaði á hvaða satans jakkaföt passar þessi? Undir tölunni var farsími, en ég var ekki alltof spenntur því ég þóttist þegar hafa unnið tvo nýja farsíma í einhverri getraun..

Og ég var svekktur því konan sem sat mér á vinstri hönd fékk 75.000 króna inneign í bókabúð einhverri. Hún var rosa hrifin af tölunni, en vildi samt ekki skipta. Og svo hélt ég áfram að sofna. Náði ekki einusinni að grípa aðra gjöf af borðinu, en þær voru allmargar.

Djöfull er hrikalegt sjónvarpsefni í gangi núna.

-b.

Engin ummæli: